Röð atvika leiddi til að tvær virkjanir slógu út

Suðurnesjalína 2 | 20. janúar 2023

Röð atvika leiddi til að tvær virkjanir slógu út

Röð atvika leiddi til þess að tvær virkjanir slógu út þegar rafmagn fór af á Suðurnesjunum á mánudaginn. 

Röð atvika leiddi til að tvær virkjanir slógu út

Suðurnesjalína 2 | 20. janúar 2023

Reykjanesvirkjun HS Orku.
Reykjanesvirkjun HS Orku.

Röð at­vika leiddi til þess að tvær virkj­an­ir slógu út þegar raf­magn fór af á Suður­nesj­un­um á mánu­dag­inn. 

Röð at­vika leiddi til þess að tvær virkj­an­ir slógu út þegar raf­magn fór af á Suður­nesj­un­um á mánu­dag­inn. 

Í fram­hald­inu sendi Land­vernd frá sér yf­ir­lýs­ingu eins og fram kom hér á mbl.is. 

Í yf­ir­lýs­ing­unni var að finna vanga­velt­ur um hvers vegna „virkj­an­ir í Svartsengi og Reykja­nesi geti ekki starfað án teng­ing­ar við aðra hluta lands­kerf­is­ins.“ Er það mat Land­vernd­ar að það sé óskilj­an­legt eins og það var orðað. Í yf­ir­lýs­ing­unni var eft­ir­far­andi bætt við: 

„Stærð virkj­an­anna er sann­ar­lega næg til að mæta eft­ir­spurn eft­ir raf­magni á Suður­nesj­um. Skýr­ing­in get­ur ekki verið sú að gufu­afls­virkj­an­ir ráði ekki við fram­leiðslu og stýr­ingu á raf­orku án teng­inga við vatns­afls­virkj­an­ir því meg­in­hluti raf­orku­fram­leiðslu heims­byggðar­inn­ar er knú­inn sam­bæri­leg­um gufutúr­bín­um – og þar er þetta ekki vanda­mál. En virkj­an­irn­ar í Svartsengi og á Reykja­nesi virðast ekki ráða við að teng­ing­in við landsnetið rofni.

Gufu­afls­virkj­an­ir Lands­virkj­un­ar ráða við „eyju­keyrslu“ án teng­ing­ar við lands­kerfið. Kröflu­virkj­un hef­ur ít­rekað séð Norður­landi fyr­ir raf­orku án teng­ing­ar við aðra lands­hluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suður­nesj­um? “

Óvenju­leg staða vegna bil­un­ar

Mbl.is leitaði svara við þessu hjá HS Orku og þar kom fram að í þeirri stöðu sem upp kom á mánu­dag­inn og röð at­vika hafi leitt til þess að bæði Reykja­nes­virkj­un og virkj­un í Svartsengi slógu út. 

Virkj­an­ir HS Orku geta starfað án teng­ing­ar við Suður­nesjalínu og þar með séð Suður­nesj­um fyr­ir orku ef taka þarf lín­una niður. Þetta hef­ur nokkr­um sinn­um verið gert þegar vinna þarf viðhalds­verk á lín­unni. Í þeim til­vik­um eru virkj­an­ir keyrðar í eyj­a­rekstri og af­köst­um þeirra stjórnað í takti við notk­un á svæðinu. Þegar þetta hef­ur verið gert hafa stjórn­stöð Landsnets og stjórn­stöð HS Orku getað stjórnað aðstæðum og stýrt því hvernig vél­arn­ar í virkj­un­um viðhalda jafn­vægi milli fram­leiðslu og notk­un­ar. Þetta hef­ur ávallt gengið vel. Í til­fell­inu þegar eld­ing­ar­var­ar biluðu á tengi­virki suður­nesjalínu á Fitj­um voru aðstæður aðrar. Um var að ræða bil­un­ar­ástand sem hafði þau áhrif að röð at­vika leiddi til þess að bæði Reykja­nes­virkj­un og virkj­un í Svartsengi og slógu út,“ seg­ir Jó­hann Snorri Sig­ur­bergs­son, for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar hjá HS Orku, í skrif­legu svari til mbl.is 

Hann legg­ur áherslu á að styrkja þurfi grunn­inviði raf­orku­kerifs­ins á Suður­nesj­um. 

Þetta bil­un­ar­til­vik sýn­ir vel mik­il­vægi þess að styrkja enn frek­ar grunn­innviði raf­orku­kerf­is­ins á Suður­nesj­um og auka ör­yggi raf­orku­af­hend­ing­ar. Bæði til að minnka lík­ur á bil­un­um og til að styðja við áfram­hald­andi efna­hags­lega upp­bygg­ingu sem þarf sterka innviði og öfl­ugt flutn­ings­kerfi,“ seg­ir Jó­hann Snorri. 

mbl.is