Köldustu sex vikurnar frá árinu 1918

Frost á Fróni | 21. janúar 2023

Köldustu sex vikurnar frá árinu 1918

Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu sex vikur, eða frá 7. desember til 19. janúar, er óvenjuleg.

Köldustu sex vikurnar frá árinu 1918

Frost á Fróni | 21. janúar 2023

Frost í Heiðmörk í nýliðinni kuldatíð.
Frost í Heiðmörk í nýliðinni kuldatíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvar­andi kuldatíð á land­inu síðustu sex vik­ur, eða frá 7. des­em­ber til 19. janú­ar, er óvenju­leg.

Viðvar­andi kuldatíð á land­inu síðustu sex vik­ur, eða frá 7. des­em­ber til 19. janú­ar, er óvenju­leg.

Raun­ar er um að ræða kald­asta sex vikna tíma­bil í Reykja­vík frá 1918, það er þegar Frosta­vet­ur­inn mikli læsti greip­um sín­um um landið.

Um þetta er fjallað á vef Veður­stofu Íslands, þar sem tekið er fram að mjög kalt hafi verið á land­inu öllu en að til­tölu verið kald­ast inn til lands­ins.

Mikið kald­ara árið 1918

„Kuldatíðin er sér­stak­lega óvenju­leg á suðvest­ur­horn­inu. Ekki hef­ur verið kald­ara í Reykja­vík í des­em­ber í rúm­lega 100 ár, en í des­em­ber 1916 var meðal­hiti svipaður og í nýliðnum mánuði,“ seg­ir þar.

„Janú­ar hingað til hef­ur líka verið kald­ur, og er byrj­un janú­ar 2023 sú kald­asta frá því 1979. Síðustu 6 vik­ur eru þær köld­ustu í Reykja­vík síðan 1918, en þá var mikið kald­ara á tíma­bil­inu en nú.“

Al­hvít­ir dag­ar í Reykja­vík þykja sömu­leiðis óvenju marg­ir og sam­fellt hvítt tíma­bil langt, en það er nú komið í 34 daga og hef­ur ein­ung­is fimm sinn­um verið lengra.

mbl.is