Mikil hætta á snjóflóðum á Austfjörðum

Frost á Fróni | 21. janúar 2023

Mikil hætta á snjóflóðum á Austfjörðum

Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum fram eftir degi í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Mikil hætta á snjóflóðum á Austfjörðum

Frost á Fróni | 21. janúar 2023

Fýkur yfir Tröllafjall, sem liggur inn af botni Reyðarfjarðar.
Fýkur yfir Tröllafjall, sem liggur inn af botni Reyðarfjarðar. mbl.is/RAX

Mik­il hætta er á snjóflóðum á Aust­fjörðum fram eft­ir degi í dag, sam­kvæmt spá Veður­stofu Íslands.

Mik­il hætta er á snjóflóðum á Aust­fjörðum fram eft­ir degi í dag, sam­kvæmt spá Veður­stofu Íslands.

Lands­hlut­inn sker sig úr sök­um þess að þar dreg­ur síðast úr hlý­ind­un­um sem gengið hafa yfir landið, eft­ir margra vikna kuldatíð.

Í spá Veður­stof­unn­ar er tekið fram að í kvöld muni kólna og um leið draga úr hætt­unni. Þó geti áfram leynst veik­leik­ar í snjóa­lög­um á af­mörkuðum svæðum, einkum efst í fjöll­um.

Flóð fallið fyrr í vik­unni

Snjóflóð féll úr Bjólf­söxl við Seyðis­fjörð og yfir veg aðfaranótt fimmtu­dags. Þá féllu flóð á veg­inn um Fagra­dal úr Græna­felli og á veg­inn um Vatt­ar­nesskriður aðfaranótt þriðju­dags. Annað féll í Svarta­felli við Odds­skarð aðfaranótt mánu­dags.

Tölu­verð snjóflóðahætta er sögð á Trölla­skaga ut­an­verðum og í Eyjaf­irði inn­an­verðum. Á norðan­verðum Vest­fjörðum og á suðvest­ur­horni lands­ins er nokk­ur hætta sögð vera til staðar.

mbl.is