Fauk hundruð metra á Keflavíkurflugvelli

Frost á Fróni | 22. janúar 2023

Fauk hundruð metra á Keflavíkurflugvelli

Hlaðmaður fauk hundruð metra á bakinu í ofsaveðrinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Haraldur Haraldsson, sem stýrir björgunarsveitinni Suðurnesjum, segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi farþega, þegar ferja þurfti þá úr flugvélum inn í flugstöðina.

Fauk hundruð metra á Keflavíkurflugvelli

Frost á Fróni | 22. janúar 2023

Frá aðgerðum Landsbjargar í dag.
Frá aðgerðum Landsbjargar í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Hlaðmaður fauk hundruð metra á bak­inu í ofsa­veðrinu á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag. Har­ald­ur Har­alds­son, sem stýr­ir björg­un­ar­sveit­inni Suður­nesj­um, seg­ir að ekki hafi verið hægt að tryggja ör­yggi farþega, þegar ferja þurfti þá úr flug­vél­um inn í flug­stöðina.

Hlaðmaður fauk hundruð metra á bak­inu í ofsa­veðrinu á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag. Har­ald­ur Har­alds­son, sem stýr­ir björg­un­ar­sveit­inni Suður­nesj­um, seg­ir að ekki hafi verið hægt að tryggja ör­yggi farþega, þegar ferja þurfti þá úr flug­vél­um inn í flug­stöðina.

Þess vegna hafi farþeg­un­um frek­ar verið haldið inni í vél­un­um en aðgerðum björg­un­ar­sveita á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur nú verið hætt.

„Aðstæður uppi á Kefla­vík­ur­flug­velli voru rosa­lega vara­sam­ar,“ seg­ir Har­ald­ur í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­ina alla hafa mætt á vett­vang með hjálma, hlífðargler­augu og á mann­brodd­um.

Ekki stætt

Har­ald­ur seg­ir frá því að þegar þau hafi gengið á milli flug­véla hafi vind­ur­inn fellt hlaðmann frá Icelanda­ir.

„Hann fauk á bak­inu á úlp­unni, við erum að tala um hundruð metra. Það var ekki stætt. Við vor­um með lín­ur til þess að kom­ast á milli far­ar­tækja.“

Vind­ur­inn náði ógn­ar­hraða

Har­ald­ur stýrði aðgerðum við að reyna að ná fólk­inu út úr vél­un­um en vind­ur mæld­ist 70 hnút­ar í hviðum á vell­in­um.

„Það sem fólk er ekki að átta sig á er að þetta er svo opið svæði. Það er svo langt á milli veggja. Vind­ur­inn nær ein­hvern veg­inn ógn­ar­hraða,“ seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að meðal ann­ars hafi hurð fokið af vinnu­tæki á meðan unnið var að því að reyna að ferja fólk úr flug­vél­un­um. 

Urðum að hætta

„Hreyf­ing­in á vél­un­um var allt að 70 senti­metr­um til hægri og vinstri,“ seg­ir Har­ald­ur. Ekki hafi verið hægt að taka þá áhættu að flug­vél­in myndi skell­ast utan í stiga­bíl­inn  með farþegum í hon­um.

„Við urðum bara að hætta. Það er meiri ávinn­ing­ur að hafa fólkið í ör­uggu skjóli inni í vél­un­um held­ur en að ná þeim út,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Við reynd­um að út­hugsa all­ar aðferðir við að ná fólk­inu út úr flug­vél­inni. Það var bara lend­ing­in að þeir eru ör­ugg­ast­ir inni í vél­inni.

Maður hef­ur oft verið í vond­um veðrum en þetta eig­in­lega toppaði allt, rokið þarna áðan.“

mbl.is