Hefði þurft betri mokstur og snarpara viðbragð

Frost á Fróni | 23. janúar 2023

Hefði þurft betri mokstur og snarpara viðbragð

Starfshópur sem innviðaráðherra skipaði vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar vegna veðurs fyrir jól segir í skýrslu sinni að ekki hefði verið hægt að koma algerlega í veg fyrir lokun brautarinnar, þegar horft væri til veðuraðstæðna á umræddu tímabili, og lögbundinna hlutverka Vegagerðarinnar og lögreglu er snúa að öryggi vegfarenda.

Hefði þurft betri mokstur og snarpara viðbragð

Frost á Fróni | 23. janúar 2023

Björgunarsveitarbíll á Reykjanesbraut fyrir jól.
Björgunarsveitarbíll á Reykjanesbraut fyrir jól. Ljósmynd/Landsbjörg

Starfs­hóp­ur sem innviðaráðherra skipaði vegna lok­un­ar Reykja­nes­braut­ar­inn­ar vegna veðurs fyr­ir jól seg­ir í skýrslu sinni að ekki hefði verið hægt að koma al­ger­lega í veg fyr­ir lok­un braut­ar­inn­ar, þegar horft væri til veðuraðstæðna á um­ræddu tíma­bili, og lög­bund­inna hlut­verka Vega­gerðar­inn­ar og lög­reglu er snúa að ör­yggi veg­far­enda.

Starfs­hóp­ur sem innviðaráðherra skipaði vegna lok­un­ar Reykja­nes­braut­ar­inn­ar vegna veðurs fyr­ir jól seg­ir í skýrslu sinni að ekki hefði verið hægt að koma al­ger­lega í veg fyr­ir lok­un braut­ar­inn­ar, þegar horft væri til veðuraðstæðna á um­ræddu tíma­bili, og lög­bund­inna hlut­verka Vega­gerðar­inn­ar og lög­reglu er snúa að ör­yggi veg­far­enda.

Starfs­hóp­ur­inn hef­ur lagt fram sex úr­bóta­til­lög­ur til að greina það sem gerðist og hvað hefði mátt bet­ur fara. Til­lög­un­um er ætlað að tryggja snör og fum­laus viðbrögð við erfiðar veðuraðstæður, eins og sköpuðust á braut­inni 19. og 20. des­em­ber þegar lokað var fyr­ir um­ferð.

Bílar á Reykjanesbraut fyrir jól.
Bíl­ar á Reykja­nes­braut fyr­ir jól. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hefði mátt standa bet­ur að snjómokstri

Starfs­hóp­ur­inn kemst í skýrsl­unni að þeirri niður­stöðu að þótt Vega­gerðin hafi full­nýtt mann­skap og tæki til snjómokst­urs á tíma­bil­inu „hefði mátt bet­ur átt standa að snjómokstri á Reykja­nes­braut. Með fleiri til­tæk­um snjómokst­urs­tækj­um og snarp­ara viðbragði við að fjar­lægja bíla sem sátu fast­ir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem braut­in var lokuð. Þá hefði jafn­framt mátt stytta lok­un­ar­tím­ann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta bet­ur í að ryðja vega­mót á braut­inni en þau tæki sem Vega­gerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu“, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Mögu­lega hægt að opna á mánu­degi

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur að mögu­lega hefði verið hægt að opna Reykja­nes­braut fyrr á mánu­deg­in­um ef sér­stak­lega hefði verið aug­lýst að leiðir til Grinda­vík­ur og Voga væru ófær­ar þar sem öll áhersla hafði tíma­bundið verið lögð á að halda leiðinni til flug­stöðvar­inn­ar op­inni á kostnað mokst­urs leiða til aðliggj­andi byggðarlaga. Til þess hefði þó þurft mjög mark­vissa upp­lýs­inga­veitu til veg­far­enda ásamt skýrri um­ferðar­stjórn inn á og út af Reykja­nes­braut­inni.

Bílar á Reykjanesbraut.
Bíl­ar á Reykja­nes­braut. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í skýrsl­unni tel­ur starfs­hóp­ur­inn mik­il­vægt að halda því til haga að um leið og Reykja­nes­braut þjón­ar stærsta alþjóðaflug­velli lands­ins þjóni hún einnig byggðarlög­um sem tengj­ast braut­inni. Á sama tíma og bar­ist hafi verið við að halda Reykja­nes­braut­inni op­inni voru veg­ir að og í byggðarlög­um við braut­ina ófær­ir.

Starfs­hóp­ur­inn bend­ir á að þegar veðuraðstæður væru með þess­um hætti væri þörf á að for­gangsraða snjómokstri. Eðli­legt væri að skil­greina og skýra hversu mik­il áhersla skuli vera á að halda leiðinni að flug­stöðinni op­inni, jafn­vel á kostnað annarra verk­efna.

Huga verði að viðbragðsaðilum

Sem dæmi megi nefna að á meðan veðrið gekk yfir voru sjúkra­bíl­ar og lög­regla kölluð til í hús sem ófært var að og þurftu viðbragðsaðilar m.a. að nýta sér aðstoð snjó­bíls björg­un­ar­sveit­ar til að sinna út­köll­um. Við for­gangs­röðun snjómokst­urs verði að huga að getu viðbragðsaðila til að bregðast við neyðaraðstæðum. Hugs­an­legt væri að minni tæki sem henti bet­ur til snjómokst­urs í hring­torg­um gætu tryggt ör­yggi að þessu leyti með betri hætti.

Úrbóta­til­lög­urn­ar eru eft­ir­tald­ar:

  • Áætl­un verði gerð um hvaða tækja­búnaður er nauðsyn­leg­ur við aðstæður sem þess­ar og um sam­nýt­ingu tækja­búnaðar ólíkra aðila á svæðinu.
  • Vakt­stöð Vega­gerðar­inn­ar fái heim­ild til nauðsyn­legra fram­kvæmda inn­an fyr­ir­fram skil­greinda marka þegar aðstæður eru ill­viðráðan­leg­ar.
  • Vega­gerðin, í sam­ráði við rík­is­lög­reglu­stjóra, setji sam­an verk­ferla um ákv­arðana­töku og fram­kvæmd lok­un­ar og opn­un­ar vega, við aðstæður þegar lög­regla ákveður að beita heim­ild­um til lok­un­ar.
  • Vega­gerðin setji sam­an verk­ferla um miðlun upp­lýs­inga til al­menn­ings, hagaðila og viðbragðsaðila, hvort sem sam­hæf­ing­ar­stöð hef­ur verið virkjuð eða ekki.
  • Ráðherra veiti Vega­gerðinni skýra heim­ild til að fjar­lægja öku­tæki sem hindra snjómokst­ur, trufla um­ferð eða vinnu við veg.
  • Gerðar verði til­tekn­ar breyt­ing­ar á viðbragðsáætl­un Vega­gerðar­inn­ar vegna Reykja­nes­braut­ar í ljósi reynsl­unn­ar í des­em­ber. Í skýrsl­unni eru til­tek­in nokk­ur atriði, s.s. að end­ur­meta þurfi staðsetn­ingu lok­un­ar­pósta, skil­greina eigi skil­virk­ara sam­starf við lög­reglu og kanna eigi hvort skil­greina þurfi vara­leiðir til að halda opn­um þrátt fyr­ir lok­un Reykja­nes­braut­ar.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son. mbl.is/​Arnþór

Gagn­leg­ar til­lög­ur

„Til­lög­ur starfs­hóps­ins eru gagn­leg­ar og munu nýt­ast þegar í stað við að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á viðbragðsáætl­un og skipu­lagi sam­skipta. Þá hyggst ég virkja heim­ild um­ferðarlaga sem veit­ir Vega­gerðinni heim­ild til að láta færa öku­tæki sem valda trufl­un­um við snjómokst­ur,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra í til­kynn­ing­unni.

„Í skýrsl­unni er farið vel yfir at­b­urðarás­ina og full­trú­ar Vega­gerðar­inn­ar og lög­reglu­yf­ir­valda hafa lagt sitt að mörk­um til að finna leiðir til að bæta viðbragð við aðstæður sem þess­ar. Með sam­vinnu að leiðarljósi er það verk­efni okk­ar að lág­marka eins kost­ur er þau áhrif sem vá­lynd veður hafa óhjá­kvæmi­lega á sam­göng­ur um há­vet­ur.“

mbl.is