„Oft að berjast við veður og tíma“

Frost á Fróni | 23. janúar 2023

„Oft að berjast við veður og tíma“

„Við erum nú aðilar að þessari skýrslu og skrifum undir hana og erum eiginlega bara mjög ánægð með þessa vinnu og samstarfið og að hafa haft allt þetta folk með okkur að skoða hlutina,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um nýútkomna skýrslu starfshóps frá Vegagerðinni, ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem fór ofan í saumana á lokun Reykjanesbrautarinnar fyrir jól.

„Oft að berjast við veður og tíma“

Frost á Fróni | 23. janúar 2023

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fagnar skýrslu starfshóps um lokun Reykjanesbrautarinnar …
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fagnar skýrslu starfshóps um lokun Reykjanesbrautarinnar í desember og kveður dýrmætt samráð hafa átt sér stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum nú aðilar að þess­ari skýrslu og skrif­um und­ir hana og erum eig­in­lega bara mjög ánægð með þessa vinnu og sam­starfið og að hafa haft allt þetta folk með okk­ur að skoða hlut­ina,“ seg­ir Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, um ný­út­komna skýrslu starfs­hóps frá Vega­gerðinni, rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um sem fór ofan í saum­ana á lok­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar fyr­ir jól.

„Við erum nú aðilar að þess­ari skýrslu og skrif­um und­ir hana og erum eig­in­lega bara mjög ánægð með þessa vinnu og sam­starfið og að hafa haft allt þetta folk með okk­ur að skoða hlut­ina,“ seg­ir Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, um ný­út­komna skýrslu starfs­hóps frá Vega­gerðinni, rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um sem fór ofan í saum­ana á lok­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar fyr­ir jól.

„Þetta er hóp­ur sem kallaður er sam­an á ög­ur­stundu en hef­ur kannski ekki alltaf mik­inn tíma þess á milli,“ held­ur for­stjór­inn áfram og lof­ar það sam­ráð sem átti sér stað eft­ir þessa um­deildu lok­un sem gripið var til í fann­fergi og roki fyr­ir jól með eft­ir­minni­leg­um af­leiðing­um fyr­ir meðal ann­ars flug­f­arþega á leið í flug og úr því.

„Þetta voru mjög ýkt­ar veðuraðstæður og óvenju­legt ástand,“ seg­ir Bergþóra af lok­un­inni seg­ir starfs­hóp­inn hafa lagt skýr­ar lín­ur um mörk stjórn­un­ar Vega­gerðar og lög­reglu við aðstæður á borð við þær sem hér eru til umræðu.

Vega­gerðin fái heim­ild til að fjar­lægja öku­tæki

Ger­ir starfs­hóp­ur­inn í skýrslu sinni ýms­ar til­lög­ur þar sem bent er á leiðir til úr­bóta, svo sem að áætl­un verði gerð um nauðsyn­leg­an tækja­búnað, Vega­gerðin og lög­regl­an komi sér sam­an um verk­ferla við ákv­arðana­töku og miðlun upp­lýs­inga til hagaðila, viðbragðsaðila og al­menn­ings auk þess að gerðar verði breyt­ing­ar á viðbragðsáætl­un Vega­gerðar­inn­ar vegna Reykja­nes­braut­ar í ljósi at­vika sem þar komu upp í des­em­ber.

Eina úr­bóta­leiðina seg­ir starfs­hóp­ur­inn vera að ráðherra veiti Vega­gerðinni heim­ild til að fjar­lægja öku­tæki sem hindra snjómokst­ur, trufla um­ferð eða vinnu við veg. Tel­ur Bergþóra þetta til bóta.

Lokun brautarinnar hafði víðtæk áhrif, einkum á farþega á leið …
Lok­un braut­ar­inn­ar hafði víðtæk áhrif, einkum á farþega á leið í eða úr flugi sem komust hvorki lönd né strönd. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það mun hjálpa okk­ur mikið í bar­átt­unni við tím­ann,“ seg­ir hún, „þegar veg­ir lokast erum við oft að berj­ast bæði við veður og tíma og þá er tím­inn dýr­mæt­ur. Okk­ur fannst þessi vinna gagn­leg og mikið koma út úr henni og svo má alltaf ræða hvort fleiri tæki eigi að vera til­tæk og svo fram­veg­is, það verður mat á hverj­um tíma og ég ef­ast ekki um að við mun­um bæta það viðbragð með tím­an­um,“ held­ur Bergþóra áfram.

Hún tek­ur fram að um­rædda daga í des­em­ber hafi meira en Reykja­nes­braut­in verið und­ir, óveður hafi verið á öllu Suður­landi og í hina átt­ina upp eft­ir að Vest­ur­landi. Fram und­an sé úr­vinnsla mála miðað við efni skýrsl­unn­ar og skoðun þeirra verk­ferla er að efni henn­ar snúa.

mbl.is