Rauðagerðismálið fer fyrir Hæstarétt

Manndráp í Rauðagerði | 23. janúar 2023

Rauðagerðismálið fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur veitt áfrýjunarleyfi í Rauðagerðismálinu og mun því taka málið fyrir. Þetta staðfestir Oddgeir Einarsson, verjandi Angj­el­in Sterkaj, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi í Landsrétti fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra, en Angjelin játaði sök í málinu.

Rauðagerðismálið fer fyrir Hæstarétt

Manndráp í Rauðagerði | 23. janúar 2023

Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti …
Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti í lok október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstirétt­ur hef­ur veitt áfrýj­un­ar­leyfi í Rauðagerðismál­inu og mun því taka málið fyr­ir. Þetta staðfest­ir Odd­geir Ein­ars­son, verj­andi Angj­el­in Sterkaj, sem dæmd­ur var í 20 ára fang­elsi í Lands­rétti fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra, en Angj­el­in játaði sök í mál­inu.

Hæstirétt­ur hef­ur veitt áfrýj­un­ar­leyfi í Rauðagerðismál­inu og mun því taka málið fyr­ir. Þetta staðfest­ir Odd­geir Ein­ars­son, verj­andi Angj­el­in Sterkaj, sem dæmd­ur var í 20 ára fang­elsi í Lands­rétti fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra, en Angj­el­in játaði sök í mál­inu.

Hafði Lands­rétt­ur þyngt dóm Angj­el­ins, en áður hafði héraðsdóm­ur dæmt hann í 16 ára fang­elsi. Einnig hafði Lands­rétt­ur snúið við sýknu­dómi héraðsdóms yfir þeim Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada, sem fengu öll 14 ár í Lands­rétti. Vís­ir greindi fyrst frá ákvörðun Hæsta­rétt­ar.

Odd­geir seg­ir að fjór­menn­ing­arn­ir hafi all­ir óskað eft­ir áfrýj­un­ar­leyfi og sam­kvæmt bréfi sem hann hafi fengið frá rétt­in­um hafi verið fall­ist á beiðni allra. Áður hafði komið fram að rík­is­sak­sókn­ari hafi tekið und­ir beiðni fjór­menn­ing­ana um að fá niður­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021.
Frá aðalmeðferð máls­ins í Héraðsdómi Reykja­vík­ur árið 2021. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Odd­geir seg­ir stóra málið fyr­ir sinn um­bjóðanda vera hvort heim­ild hafi verið til þess að dæma hann um­fram þau 16 ár sem hann hlaut í héraði. Þá sé lík­legt að þre­menn­ing­arn­ir muni áfram gera kröfu um sýknu og að héraðsdóm­ur­inn standi, en rík­is­sak­sókn­ari hafði áður sagt rétt að fá niður­stöðu Hæsta­rétt­ar um það atriði.

Öll fjög­ur sitja nú í fang­elsi, en Angj­el­in hef­ur setið inni frá því að hann var hand­tek­inn eft­ir að málið kom upp. Þre­menn­ing­arn­ir fóru hins veg­ar inn eft­ir niður­stöðu Lands­rétt­ar í októ­ber.

mbl.is