Ítrekað flogið til Keflavíkur í meira en 50 hnútum

Veðraskil í janúar 2023 | 24. janúar 2023

Ítrekað flogið til Keflavíkur í meira en 50 hnútum

Ef ekki hefði verið fyrir hálku á akbrautum og flugstæðum á Keflavíkurflugvelli hefði verið hægt að hleypa farþegunum, sem komu með vélum Icelandair á sunnudagsmorguninn, mun fyrr út, að sögn flugrekstrarstjóra félagsins. 

Ítrekað flogið til Keflavíkur í meira en 50 hnútum

Veðraskil í janúar 2023 | 24. janúar 2023

Farþegar í sjö flugvélum sátu fastir um borð í marga …
Farþegar í sjö flugvélum sátu fastir um borð í marga klukkutíma á sunnudeginum. Samsett mynd

Ef ekki hefði verið fyr­ir hálku á ak­braut­um og flug­stæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli hefði verið hægt að hleypa farþeg­un­um, sem komu með vél­um Icelanda­ir á sunnu­dags­morg­un­inn, mun fyrr út, að sögn flugrekstr­ar­stjóra fé­lags­ins. 

Ef ekki hefði verið fyr­ir hálku á ak­braut­um og flug­stæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli hefði verið hægt að hleypa farþeg­un­um, sem komu með vél­um Icelanda­ir á sunnu­dags­morg­un­inn, mun fyrr út, að sögn flugrekstr­ar­stjóra fé­lags­ins. 

Hann seg­ir breyt­ingu á veður­spám hvað vind­styrk varðar ekki hafa gert út­slagið um morg­un­inn. Um níu hundruð farþegar sátu fast­ir um borð á vell­in­um í marga klukku­tíma. Hann tel­ur að það hafi ekki skrif­ast á veður­ham­inn, held­ur hafi það verið hita­stigið og óvænt slydda sem fraus.

Isa­via hafi gert það að for­gangs­verk­efni að rýma flug­braut­ir og sjá til þess að þær væru fær­ar til lend­ing­ar en að mik­il hálka á stæðum á vell­in­um hafi gert það að verk­um að ekki hafi verið hægt að nota stiga­bíla í stað land­göngu­brúa, til að hleypa ferðalöng­un­um út. 

„Vand­inn hins veg­ar og það sem gerðist sem var ekki fyr­ir­séð nægi­lega vel, hvorki í spánni né því sem gerðist, var að um nótt­ina slyddaði og það fraus síðan ofan í bleyt­una, sem gerði það að verk­um að Isa­via náðu ekki að hreinsa bleyt­una eða hálk­una af stæðunum. Þannig að vand­inn sem við stóðum fyrst og fremst frammi fyr­ir á sunnu­dag­inn var hálk­an á stæðunum. Það var meg­in­vanda­málið sem við glímd­um við,“ seg­ir Hauk­ur Reyn­is­son, flugrekstr­ar­stjóri Icelanda­ir.

„Hefðu stæðin í Kefla­vík og í kring­um bygg­ing­arn­ar verið auð, þá hefðum við getað rýmt all­ar vél­ar með stig­um, án þess að nota ran­ann á bygg­ing­unni. Starfs­fólkið sem var að reyna að fóta sig í kring­um vél­arn­ar, tæki og annað, rann til.“

Biðu í allt að 12 klukku­stund­ir

Átta vél­ar Icelanda­ir frá Norður-Am­er­íku lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli um sex­leytið á sunnu­dags­morg­un­inn. Ein­ung­is tókst að hleypa farþegum inn í Leifs­stöð úr einni vél en farþeg­arn­ir í hinum sjö vél­un­um þurftu að bíða þangað til síðdeg­is sama dag til að kom­ast út. Þeir sem biðu lengst sátu í 12 klukku­stund­ir inni í vél. 

Á laug­ar­dag­inn gaf Veður­stofa Íslands út gula veðurviðvör­un fyr­ir suðvest­ur­horn lands­ins sem var í gildi á sunnu­dag­inn. Aðfaranótt sunnu­dags var sú viðvör­un upp­færð í app­el­sínu­gula. Veðuraðgerðar­stjórn Isa­via fundaði með flug­fé­lög­un­um klukk­an hálf­sjö á laug­ar­dag­inn til að upp­lýsa flug­fé­lög um hvaða áhrif veðrið gæti haft á starf­semi flug­fé­lags­ins.

Hauk­ur seg­ir að Icelanda­ir hafi haft tíma til klukk­an níu um kvöldið til að taka ákvörðun um hvort flogið yrði frá Norður-Am­er­íku til Kefla­vík­ur yfir nótt­ina.

Sáu eng­ar hindr­an­ir þegar ákvörðun var tek­in

Á laug­ar­dags­kvöldið var Icelanda­ir með veður­spá til hliðsjón­ar sem gerði ráð fyr­ir 32 hnút­um í meðal­vind­styrk milli klukk­an 6 og 8 sunnu­dags­morg­un, að sögn Hauks. Var því ekki að sjá að nein­ar hindr­an­ir yrðu í vegi starf­sem­inn­ar í Kefla­vík.

Það var ekki fyrr en klukk­an tvö um nótt­ina að ný veður­spá er gef­in út þar sem í ljós kem­ur að vind­ur er of mik­ill til að hægt sé að nota land­göngu­brýr. Að sögn Hauks hefði þó verið hægt að nota stiga­bíla við þær aðstæður til að hleypa farþegum út. 

„Miðað við upp­lýs­ing­arn­ar sem við höfðum þarna þá held ég að við hefðum ekki tekið neina aðra ákvörðun,“ seg­ir Hauk­ur. „Icelanda­ir og önn­ur flug­fé­lög hafa ít­rekað flogið inn og út úr Kefla­vík í meira en 50 hnút­um. Það er ekki hamlandi þátt­ur varðandi flug­starf­sem­ina.“

Vanda­mál­in komu í ljós þegar klukku­tími var til stefnu

Að sögn Hauks kom ekki í ljós að veðuraðstæður hefðu breyst á þann veg sem gæti leitt til þess að erfiðlega gæti gengið að koma fólki frá borði, fyrr en að klukku­tími var til lend­ing­ar hjá flest­um vél­um.

Að sögn Hauks mat fé­lagið það sem svo að ekki væri æski­legt að nýta vara­vell­ina í þessu til­felli, þar sem hægt var að lenda á vell­in­um. 

mbl.is