Krapaflóð féll í Fagradal

Veðraskil í janúar 2023 | 27. janúar 2023

Krapaflóð féll í Fagradal

Krapaflóð féll vestan við fjárhús í Mýrdal í Fagradal í morgun eða í nótt sem skemmdi þar bæði girðingar og tún.

Krapaflóð féll í Fagradal

Veðraskil í janúar 2023 | 27. janúar 2023

Jónas segir krapaflóðið hafa verið óvenju mikið.
Jónas segir krapaflóðið hafa verið óvenju mikið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Krapa­flóð féll vest­an við fjár­hús í Mýr­dal í Fagra­dal í morg­un eða í nótt sem skemmdi þar bæði girðing­ar og tún.

Krapa­flóð féll vest­an við fjár­hús í Mýr­dal í Fagra­dal í morg­un eða í nótt sem skemmdi þar bæði girðing­ar og tún.

Þegar Jón­as Er­lends­son, bóndi í Fagra­dal og frétta­rit­ari mbl.is, kom að fjár­hús­un­um í morg­un blasti við hon­um af­leiðing­ar krapa­flóðsins.

„Þetta er óvenju mikið núna en það hafa áður komið þarna spýj­ur,“ seg­ir Jón­as og seg­ir bæði krapa- og snjóflóð hafa orðið á sömu slóðum.

Spurður hvort að krapa­flóðið hefði getað farið á fjár­húsið seg­ir Jón­as ekki mikl­ar lík­ur hafi verið á því vegna aðstæðna.

„En maður veit aldrei,“ seg­ir Jón­as.

Krapaflóð féll nærri fjárhúsum í Fagradal og skemmdi girðingar og …
Krapa­flóð féll nærri fjár­hús­um í Fagra­dal og skemmdi girðing­ar og tún. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is