Margir mæta í örvunarsprautu

Bólusetningar við Covid-19 | 27. janúar 2023

Margir mæta í örvunarsprautu

Á degi hverjum mæta jafnan nokkrir tugir fólks á starfsstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til þess að fá 4. og jafnvel 5. sprautu og örvunarskammt vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að nú sé raunar svo komið að hætt sé að telja númer hvað skammturinn er sem fólk þiggi. Fremur sé horft til aldurs og heilsu fólks og í hvaða færum það sé til að verjast veiru.

Margir mæta í örvunarsprautu

Bólusetningar við Covid-19 | 27. janúar 2023

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á degi hverj­um mæta jafn­an nokkr­ir tug­ir fólks á starfs­stöðvar Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins til þess að fá 4. og jafn­vel 5. sprautu og örvun­ar­skammt vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar seg­ir að nú sé raun­ar svo komið að hætt sé að telja núm­er hvað skammt­ur­inn er sem fólk þiggi. Frem­ur sé horft til ald­urs og heilsu fólks og í hvaða fær­um það sé til að verj­ast veiru.

Á degi hverj­um mæta jafn­an nokkr­ir tug­ir fólks á starfs­stöðvar Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins til þess að fá 4. og jafn­vel 5. sprautu og örvun­ar­skammt vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar seg­ir að nú sé raun­ar svo komið að hætt sé að telja núm­er hvað skammt­ur­inn er sem fólk þiggi. Frem­ur sé horft til ald­urs og heilsu fólks og í hvaða fær­um það sé til að verj­ast veiru.

„Við hvetj­um fólk sex­tugt og eldra og þau sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma til að koma í sprautu ef fjór­ir mánuðir eru liðnir frá þeirri síðustu,“ seg­ir Ragn­heiður Ósk. „Við hóf­um bólu­setn­ing­ar und­ir þess­um for­merkj­um í núna í sept­em­ber og síðan þá hef­ur verið þétt­ur gang­ur í öll­um mál­um. Fólk mæt­ir þá ým­ist á heilsu­gæslu­stöðvar úti í hverf­un­um eða þá hingað í höfuðstöðvar heilsu­gæsl­unn­ar í Álfa­bakka 14a í Reykja­vík.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is