Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð

Veðurspár virðast vera að ganga eftir og verður samhæfingarstöð almannavarna virkjuð á hádegi. Viðbragðsaðilar gera sig klára undir sólarhringsóveður um allt land en eitt stærsta verkefnið fram undan eru mögulegar samgöngutruflanir sem verða vegna veðurs. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við mbl.is.

Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Samhæfingarmiðstöð almannavarna hefur verið virkjuð.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna hefur verið virkjuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veður­spár virðast vera að ganga eft­ir og verður sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna virkjuð á há­degi. Viðbragðsaðilar gera sig klára und­ir sól­ar­hring­sóveður um allt land en eitt stærsta verk­efnið fram und­an eru mögu­leg­ar sam­göngu­trufl­an­ir sem verða vegna veðurs. Þetta seg­ir Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is.

Veður­spár virðast vera að ganga eft­ir og verður sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna virkjuð á há­degi. Viðbragðsaðilar gera sig klára und­ir sól­ar­hring­sóveður um allt land en eitt stærsta verk­efnið fram und­an eru mögu­leg­ar sam­göngu­trufl­an­ir sem verða vegna veðurs. Þetta seg­ir Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna óveðurs­ins sem á að standa í dag og nótt og geng­ur ekki yfir fyrr en á morg­un. 

Veður­stofa Íslands hef­ur gefið út gul­ar og app­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir og þykir lík­legt að veðrið hafi áhrif á sam­göng­ur. Erfiðum akst­urs­skil­yrðum er spáð víða um land og geta veg­ir lokast með stutt­um fyr­ir­vara.

Marg­ir veg­ir verða á óvissu­stigi, þar á meðal veg­irn­ir um Hell­is­heiði og Þrengsli sem verða á óvissu­stigi á milli klukk­an 11 í dag og fram til klukk­an 7 í fyrra­málið. Þá er veg­ur­inn und­ir Hafn­ar­fjalli á óvissu­stigi frá klukk­an 12 á há­degi og fram til miðnætt­is.

Vega­gerðin og al­manna­varn­ir fylgj­ast einnig náið með Reykja­nes­braut­inni.

Fólk er hvatt til að vera sem minnst á ferðinni og einnig fylgj­ast með færð á vef Vega­gerðar­inn­ar og veður­spám.

mbl.is