Lægðir á leiðinni og mjög viðkvæm staða í spám

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Lægðir á leiðinni og mjög viðkvæm staða í spám

„Nú er hvað illviðrasamasti tími ársins, en á milli 10. janúar og 20. febrúar ár hvert er lægðagangur á Íslandi að meðaltali stríðastur,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is.

Lægðir á leiðinni og mjög viðkvæm staða í spám

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Vindaspáin fyrir hádegi á fimmtudag. Fleiri lægðir eru væntanlegar.
Vindaspáin fyrir hádegi á fimmtudag. Fleiri lægðir eru væntanlegar. Kort/Veðurstofa Íslands

„Nú er hvað ill­viðrasam­asti tími árs­ins, en á milli 10. janú­ar og 20. fe­brú­ar ár hvert er lægðagang­ur á Íslandi að meðaltali stríðast­ur,“ seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is.

„Nú er hvað ill­viðrasam­asti tími árs­ins, en á milli 10. janú­ar og 20. fe­brú­ar ár hvert er lægðagang­ur á Íslandi að meðaltali stríðast­ur,“ seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is.

Trausti birti áhuga­verða hug­leiðingu um veður­fyr­ir­bærið Stóra-Bola á bloggsíðu sinni. Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann okk­ur öðru hvoru lenda í graut nokkuð skæðra lægða á þess­um árs­tíma. Lægðin í gær hafi verið dæmi um það.

„Það eru fleiri lægðir vænt­an­leg­ar og þær gætu komið með svona tveggja til þriggja daga milli­bili en það er tölu­vert mik­il óvissa um bæði staðsetn­ingu og afl þeirra en þeir þætt­ir ráðast af ýms­um smá­atriðum fyr­ir vest­an land.“

Trausti Jónsson naut vinsælda þegar hann flutti landanum veðurfréttir á …
Trausti Jóns­son naut vin­sælda þegar hann flutti land­an­um veður­frétt­ir á skján­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lægð aðfaranótt fimmtu­dags og önn­ur á föstu­dag

Trausti seg­ir reiknilíkön vera sam­mála um aðal­atriðin en að smá­atriðin séu enn mjög óráðin.

„Það á að koma lægð hingað á aðfaranótt fimmtu­dags og önn­ur á seinni hluta föstu­dags en mér sýn­ist að þess­ar tvær meg­in reikni­miðstöðvar, Evr­ópu­reikni­miðstöðin og banda­ríska veður­stof­an, séu mjög ósam­mála um hvort seinni lægðin fari vest­an eða aust­an fyr­ir land. Það fylg­ir því af­skap­lega ólíkt veður hvort verður.

Eins eru reikni­miðstöðvarn­ar ekki sam­mála um það hversu marg­ar lægðirn­ar verða um helg­ina og í næstu viku eða hversu öfl­ug­ar þær gætu orðið en þetta er mjög viðkvæm staða,“ seg­ir Trausti.

Fylgj­ast þurfi vel með

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur seg­ir að við það að fá svona kalt loft nærri og í veg fyr­ir hlýtt og milt loft yfir Atlants­haf­inu herði á suðvestanátt­inni í háloft­un­um.

„Við þær aðstæður mynd­ast bæði lægðir frek­ar og þær verða einnig dýpri en það þarf allt að hitta sam­an. Það verður að vera til staðar hringdreif­ing í háloft­un­um sem kem­ur keðju­verk­un­inni af stað við dýpk­un lægðar­inn­ar og stefnu­mót heita og kalda lofts­ins þarf að ganga upp ef úr á að verða sann­kölluð óveðurs­lægð sem berst hingað.“

Ein­ar seg­ir að ekki sé hægt að segja til um þró­un­ina fyrr en nær dreg­ur en að þetta sé svona ein­hver til­laga frem­ur en spá eins og hann orðar það. Hann seg­ir að um helg­ina verði hægt að sjá bet­ur hvað verður úr.

„Það er mik­il óvissa. Stund­um eiga líkön­in það til að koma með trú­verðuga lægð langt fram í tím­ann en svo kannski dett­ur hún út og dúkk­ar svo aft­ur upp í breyttri mynd. Þetta er veðurstaða við Atlants­hafið sem þarf að fylgj­ast vel með og hvað hún get­ur af sér.“

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir veðrinu reglulega skil á veðurvefnum Bliku.
Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur ger­ir veðrinu reglu­lega skil á veður­vefn­um Bliku. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is