Nóttin róleg hjá björgunarsveitum

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Nóttin róleg hjá björgunarsveitum

Síðustu útköll björgunarsveita kláruðust um eða upp úr miðnætti og var nóttin því nokkuð róleg, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Útköllin í gærkvöldi voru flest vegna bíla sem sátu fastir og bárust þau víðs vegar af landinu, allt frá efri byggðum Reykjavíkur að Öxnadalsheiði.

Nóttin róleg hjá björgunarsveitum

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Engin útköll bárust í nótt.
Engin útköll bárust í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðustu út­köll björg­un­ar­sveita kláruðust um eða upp úr miðnætti og var nótt­in því nokkuð ró­leg, að sögn Jóns Þórs Víg­lunds­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Útköll­in í gær­kvöldi voru flest vegna bíla sem sátu fast­ir og bár­ust þau víðs veg­ar af land­inu, allt frá efri byggðum Reykja­vík­ur að Öxna­dals­heiði.

Síðustu út­köll björg­un­ar­sveita kláruðust um eða upp úr miðnætti og var nótt­in því nokkuð ró­leg, að sögn Jóns Þórs Víg­lunds­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Útköll­in í gær­kvöldi voru flest vegna bíla sem sátu fast­ir og bár­ust þau víðs veg­ar af land­inu, allt frá efri byggðum Reykja­vík­ur að Öxna­dals­heiði.

Björg­un­ar­sveit­in Kári barst út­kall um miðnætti vegna ferðalanga sem voru fast­ir við Jök­uls­ár­lón. Var það með síðustu verk­efna kvölds­ins.

Mörg­um var komið til aðstoðar við Höfn og Kirkju­bæj­arklaust­ur en fjölda­hjálp­ar­stöðinni á Klaustri var lokað klukk­an 22 í gær­kvöldi þegar búið var að fylgja gest­um á hót­el.

Fólk festi sig í efri byggðum

Björg­un­ar­sveit­in í Varma­hlíð kom manni til bjarg­ar sem festi bíl sinn á Öxna­dals­heiði seint í gær. Vit­laust veður var á norðan­verðu Snæ­fellsnesi og komu björg­un­ar­sveit­ir þar þó nokkr­um til aðstoðar.

Þá lentu íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins í vand­ræðum í efri byggðum þar sem færð var slæm. Vand­ræðin byrjuðu í Grafar­vogi en þau teygðu sig svo upp í Breiðholt og Kópa­vog. Einnig þurfti að aðstoða fólk í Mos­fells­bæ við að losa bíla sína. Jón Þór seg­ir ein­hver út­köll hafa borist úr húsa­göt­um en að björg­un­ar­sveit­ir hafi ekki náð að sinna þeim öll­um.

Flest­um út­köll­um var þó lokið upp úr miðnætti og var nótt­in því nokkuð ró­leg.

mbl.is