Víða lokað en Hellisheiði opin

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Víða lokað en Hellisheiði opin

Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er lokað á milli Víkur og Jökulsárlóns en ófært er á milli Jökulsárlóns og Hafnar.

Víða lokað en Hellisheiði opin

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Appelsínugul veðurviðvörun er enn í gildi á Suður- og Suðausturlandi.
Appelsínugul veðurviðvörun er enn í gildi á Suður- og Suðausturlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að opna fyr­ir um­ferð um Hell­is­heiði og Þrengsli, að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar. Enn er lokað á milli Vík­ur og Jök­uls­ár­lóns en ófært er á milli Jök­uls­ár­lóns og Hafn­ar.

Búið er að opna fyr­ir um­ferð um Hell­is­heiði og Þrengsli, að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar. Enn er lokað á milli Vík­ur og Jök­uls­ár­lóns en ófært er á milli Jök­uls­ár­lóns og Hafn­ar.

Þá er sömu­leiðis lokað fyr­ir um­ferð um Mos­fells­heiði og er veg­ur­inn þar á óvissu­stigi til klukk­an 9. Þá er Krýsu­vík­ur­veg­ur sömu­leiðis lokaður. Mjög hvasst er á Kjal­ar­nesi og eru öku­menn varaðir við sand­foki.

Veðurviðvar­an­ir eru enn í gildi í flest­um lands­hlut­um. Á Suður- og Suðaust­ur­landi eru þær app­el­sínu­gul­ar, en ann­ars staðar eru þær gul­ar.

Víða er ófært á Vest­ur­landi, hálka, hálku­blett­ir og snjóþekja eru víðast hvar, og mjög hvasst.

Veg­ur­inn um Öxna­dals­heiði er einnig lokaður. Beðið er með mokst­ur vegna veðurs. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar eru vænt­an­leg­ar klukk­an 10.

Hægt er að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um færðina inn á vef Vega­gerðar­inn­ar.

mbl.is