„Algjörlega óviðunandi aðdragandi“

TF-SIF | 3. febrúar 2023

„Algjörlega óviðunandi aðdragandi“

„Alvarleikinn hefur skýrst,“ segir Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, um fund nefndarinnar með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem fór fram í morgun.

„Algjörlega óviðunandi aðdragandi“

TF-SIF | 3. febrúar 2023

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar.
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar. Samsett mynd

„Al­var­leik­inn hef­ur skýrst,“ seg­ir Bjarni Jóns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, um fund nefnd­ar­inn­ar með Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráðherra sem fór fram í morg­un.

„Al­var­leik­inn hef­ur skýrst,“ seg­ir Bjarni Jóns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, um fund nefnd­ar­inn­ar með Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráðherra sem fór fram í morg­un.

Til­efni fund­ar­ins eru áform dóms­málaráðuneyt­is­ins um sölu björg­un­ar- og eft­ir­litsvél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-SIF. Georg Kr. Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, var einnig boðaður á fund­inn.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd mun kalla eft­ir mati á hvaða áhrif sal­an á flug­vél­inni kann að hafa. Þá hef­ur Bjarni óskað eft­ir fundi með ut­an­rík­is­ráðherra fyr­ir hönd nefnd­ar­inn­ar vegna máls­ins.

Al­var­leg­ar af­leiðing­ar

„Við rædd­um aðdrag­anda þess­ara áforma og líka mik­il­vægi þess­ar­ar einu og sér­út­búnu vél­ar okk­ar. Þetta var mjög upp­lýs­indi og góður fund­ur með báðum aðilum. Hrein­skipt­ar og góðar sam­ræður. Ég met það svo að fundi lokn­um að það liggi al­veg krist­al­tært fyr­ir að áform sem þessi geti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir okk­ur, hvað varðar þjóðarör­yggi og líka þessi verk­efni sem vél­in þarf að sinna á sviði björg­un­ar, sjúkra­flugs, eft­ir­lits og rann­sókna,“ seg­ir Bjarni, sem kveðst jafn­framt ekki hafa tekið eft­ir mikl­um stuðningi við áform ráðherra inn­an þings­ins.

Bind­ur hann von­ir við að málið verði leyst með far­sæl­um hætti. „Ég sé ekki fyr­ir mér að Alþingi geti sæst á slíka niður­stöðu. Það er mitt mat.“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á fundi fyrr í dag.
Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra á fundi fyrr í dag. mbl.is/​Krist­inn Magn­us­son

Al­gjör­lega óviðun­andi

Bjarni und­ir­strik­ar enn frem­ur mik­il­vægi þess að sam­ráð sé haft við alla hlutaðeig­andi aðila áður en ákv­arðanir á borð við þessa séu tekn­ar. Eins og komið hef­ur fram kom sal­an á vél­inni mörg­um í opna skjöldu. Sjálf­ur sagðist Bjarni fyrst hafa lesið um áformin í fréttamiðlum.

Teymi Landhelgisgæslunnar á fundi fyrr í dag vegna málsins.
Teymi Land­helg­is­gæsl­unn­ar á fundi fyrr í dag vegna máls­ins. Krist­inn Magn­us­son

„Við höf­um lagt áherslu á það núna í end­ur­skoðun á okk­ar þjóðarör­ygg­is­stefnu að treysta á þessa sam­ráðsferla milli ólíkra viðbragðsaðila. Það er al­gjör­lega óviðun­andi aðdrag­andi að þessu.“

„Óviðun­andi að stilla því ein­göngu þannig upp“

Þá bend­ir Bjarni einnig að dóms­málaráðuneyt­inu beri að for­gangsraða hvernig fjár­heim­ild­um sé ráðstafað til verk­efna inn­an ráðuneyt­is­ins. 

„Þarna er verið að stilla þessu upp þannig að valið sé að að selja þessa vél, eða þyrlu eða varðskip. Það er nátt­úru­lega óviðun­andi að stilla því ein­göngu þannig upp.“

mbl.is