Héldu að 600 milljónir væru nóg

TF-SIF | 3. febrúar 2023

Héldu að 600 milljónir væru nóg

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ámælisvert að nefndin hafi ekki verið upplýst um að aukin fjárveiting til Landhelgisgæslunnar um 600 milljónir króna í fjárlögum þessa árs myndi ekki duga til. Þau hafi talið sig vera að tryggja óbreyttan rekstur Gæslunnar.

Héldu að 600 milljónir væru nóg

TF-SIF | 3. febrúar 2023

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir ámæl­is­vert að nefnd­in hafi ekki verið upp­lýst um að auk­in fjár­veit­ing til Land­helg­is­gæsl­unn­ar um 600 millj­ón­ir króna í fjár­lög­um þessa árs myndi ekki duga til. Þau hafi talið sig vera að tryggja óbreytt­an rekst­ur Gæsl­unn­ar.

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir ámæl­is­vert að nefnd­in hafi ekki verið upp­lýst um að auk­in fjár­veit­ing til Land­helg­is­gæsl­unn­ar um 600 millj­ón­ir króna í fjár­lög­um þessa árs myndi ekki duga til. Þau hafi talið sig vera að tryggja óbreytt­an rekst­ur Gæsl­unn­ar.

„Auðvitað er ámæl­is­vert, þegar við sett­um 600 millj­ón­ir milli annarr­ar og þriðju umræðu fjár­laga, að við vor­um ekki upp­lýst um að það dygði ekki til. Við töld­um okk­ur vera að tryggja óbreytt­an rekst­ur og það kem­ur meira að segja fram í nefndaráliti meiri­hlut­ans að við töld­um svo vera,“ seg­ir Bjarkey í sam­tali við mbl.is.

Greint var frá því á miðviku­dag að rekstri eft­ir­lits­flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIFJAR, yrði hætt á ár­inu í hagræðing­ar­skyni og að und­ir­búa ætti sölu­ferli henn­ar.

Óásætt­an­legt að liggi ekki fyr­ir hvað taki við

Áætlan­ir dóms­málaráðherra um að selja flug­vél­ina var eina um­fjöll­un­ar­efnið á fundi fjár­laga­nefnd­ar í morg­un.

„Við feng­um ör­lítið skýr­ari mynd en það er kannski það sem við höf­um gagn­rýnt að við vor­um ekki upp­lýst í fjár­laga­ferl­inu að þetta væri staðan,“ seg­ir Bjarkey.

„Ég tel ekki ásætt­an­legt að fara í sölu á þess­ari vél öðru vísi en það liggi fyr­ir áætlan­ir um hvað eigi að taka við og ein­hver tíma­lína í því. Dóms­málaráðuneytið er að vinna í því en tek­ur þessa ákvörðun áður en það ligg­ur fyr­ir og það er kannski það sem mér þykir ámæl­is­vert.“

Aft­ur fundað á mánu­dag­inn

Bjarkey seg­ir að ekki hafi legið skýrt fyr­ir hvaða áhrif það hefði ef flug­vél­in yrði seld.

„Okk­ur fannst það ekki liggja skýrt fyr­ir, en það kom bet­ur í ljós þegar við vor­um búin að funda með Gæsl­unni,“ seg­ir Bjarkey.

Hún seg­ir að fjár­laga­nefnd muni fylgja mál­inu eft­ir með fundi á mánu­dag­inn. Þar verði fundað með full­trú­um vís­inda­sam­fé­lags­ins, al­manna­varn­ar­deild­ar, at­vinnuflug­manna og Skip­stjórn­ar­fé­lags­ins.

mbl.is