Vill falla frá sölu TF-SIF

TF-SIF | 3. febrúar 2023

Vill falla frá sölu TF-SIF

Dómsmálaráðherra reiknar með því að fallið verði frá þeim áformum að selja eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.

Vill falla frá sölu TF-SIF

TF-SIF | 3. febrúar 2023

Líklegt er að fallið verði frá sölu TF-SIF.
Líklegt er að fallið verði frá sölu TF-SIF. Samsett mynd

Dóms­málaráðherra reikn­ar með því að fallið verði frá þeim áform­um að selja eft­ir­lits­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF.

Dóms­málaráðherra reikn­ar með því að fallið verði frá þeim áform­um að selja eft­ir­lits­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF.

Rík­is­stjórn­in fundaði um málið í dag en ráðherr­ann hafði áður ákveðið að selja vél­ina til að hagræða í rekstri Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Ráðherr­ar hreyft við and­mæl­um

„Viðbrögð við þessu hafa verið þannig að bæði alþing­is­menn og ráðherr­ar hafa lýst von­brigðum með þetta. Ég hef fengið þau skila­boð mjög ákveðið að menn vilji leysa þetta með öðrum hætti fyr­ir þetta rekstr­ar­ár,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra í sam­tali við mbl.is. 

Ráðherr­ann seg­ist fagna því mjög að þurfa ekki að grípa til þessarra aðgerða í sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una við þær aðstæður sem uppi eru.

Land­helg­is­gæsl­an hafði beðið um 7-800 millj­ón­ir um­fram það sem fékkst í fjár­lög­um og reikn­ar Jón með því að fram­lög til Gæsl­unn­ar verði auk­in, verði fallið frá sölu vél­ar­inn­ar.

End­an­leg ákvörðun liggi fyr­ir á næstu dög­um

„Okk­ar mat er að það þurfi þá nokk­ur hundruð millj­ón­ir til þess að standa und­ir óbreytt­um rekstri. Ég heyri áhuga og vilja í þing­inu og hjá ráðherr­um til að mæta þess­um erfiðleik­um fyr­ir þetta rekstr­ar­ár. Við fögn­um því,“ seg­ir Jón. Hann vek­ur þó at­hygli á að vél­in þyki óhag­kvæm og því verði unnið að því að bæta þann rekstr­arþátt.

„Á sama tíma höld­um við áfram þeirri vinnu sem við höf­um þegar hafið, um það að auka hag­kvæmni í þess­um rekstr­arþætti Gæsl­unn­ar.“ 

Ekki hef­ur verið tek­in end­an­leg ákvörðun um að fallið verði frá sölu vél­ar­inn­ar en lík­legt er að hún liggi fyr­ir á næstu dög­um.

mbl.is