Musk ekki sekur um markaðsmisnotkun

Tesla | 4. febrúar 2023

Musk ekki sekur um markaðsmisnotkun

Elon Musk, forstjóri Teslu, gerðist ekki sekur um markaðssvik þegar að hann hélt því ranglega fram í tísti árið 2018 að hann væri búinn að tryggja sér fjármagn til þess að taka Teslu af hlutabréfamarkaði. Hefur hann verið sýknaður af hópi fjárfesta sem töpuðu milljörðum vegna þess.

Musk ekki sekur um markaðsmisnotkun

Tesla | 4. febrúar 2023

Elon Musk, eigandi og forstjóri Twitter.
Elon Musk, eigandi og forstjóri Twitter. AFP/Jim Watson

Elon Musk, for­stjóri Teslu, gerðist ekki sek­ur um markaðssvik þegar að hann hélt því rang­lega fram í tísti árið 2018 að hann væri bú­inn að tryggja sér fjár­magn til þess að taka Teslu af hluta­bréfa­markaði. Hef­ur hann verið sýknaður af hópi fjár­festa sem töpuðu millj­örðum vegna þess.

Elon Musk, for­stjóri Teslu, gerðist ekki sek­ur um markaðssvik þegar að hann hélt því rang­lega fram í tísti árið 2018 að hann væri bú­inn að tryggja sér fjár­magn til þess að taka Teslu af hluta­bréfa­markaði. Hef­ur hann verið sýknaður af hópi fjár­festa sem töpuðu millj­örðum vegna þess.

Yf­ir­lýs­ing Musk hafði mik­il áhrif á hluta­bréfa­verð fyr­ir­tæk­is­ins sem tók mikl­ar sveifl­ur. Síðar kom í ljós að Musk hafði ekki verið bú­inn að tryggja fjár­magnið er tístið fór í loftið.

Tístið óheppi­lega orðað

Hóp­ur fjár­festa sem töpuðu háum fjár­hæðum vegna yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar, höfðuðu mál gegn Musk fyr­ir markaðsmis­notk­un. Töldu þeir að auðkýf­ing­ur­inn hefði hagað sér kæru­leys­is­lega með því að halda þessu fram og að hann hefði blekkt fjár­festa með því að birta rang­ar upp­lýs­ing­ar. Fór hóp­ur­inn fram á að Musk yrði gert að greiða þeim bæt­ur fyr­ir tjónið sem hann olli þeim.

Alex Spiro, lögmaður Musk, hélt því fram að tístið hefði verið óheppi­lega orðað en að hann hefði ekki ætlað sér að blekkja fólk.

Það tók kviðdóm í San Frans­isco í Banda­ríkj­un­um um það bil tvær klukku­stund­ir að kom­ast að niður­stöðu og var hún ein­róma, hvorki Musk né stjórn Teslu gerðust sek um markaðsmis­notk­un. 

mbl.is