Öllu flugi aflýst í kvöld og í fyrramálið

Frost á Fróni | 6. febrúar 2023

Öllu flugi aflýst í kvöld og í fyrramálið

Öllu flugi með flugvélum Icelandair frá Norður-Ameríku til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna veðurs. Einnig hefur öllu morgunflugi til Evrópu í fyrramálið verið aflýst og sömuleiðis komum frá Evrópu seinnipartinn.

Öllu flugi aflýst í kvöld og í fyrramálið

Frost á Fróni | 6. febrúar 2023

Innanlandsflugi til Akureyrar og Egilsstaða í fyrramálið hefur einnig verið …
Innanlandsflugi til Akureyrar og Egilsstaða í fyrramálið hefur einnig verið aflýst vegna veðurs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllu flugi með flug­vél­um Icelanda­ir frá Norður-Am­er­íku til Kefla­vík­ur í kvöld hef­ur verið af­lýst vegna veðurs. Einnig hef­ur öllu morg­un­flugi til Evr­ópu í fyrra­málið verið af­lýst og sömu­leiðis kom­um frá Evr­ópu seinnipart­inn.

Öllu flugi með flug­vél­um Icelanda­ir frá Norður-Am­er­íku til Kefla­vík­ur í kvöld hef­ur verið af­lýst vegna veðurs. Einnig hef­ur öllu morg­un­flugi til Evr­ópu í fyrra­málið verið af­lýst og sömu­leiðis kom­um frá Evr­ópu seinnipart­inn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir en þar er bætt við að flugi til Teneri­fe og Las Palmas verði seinkað, en ekki af­lýst.

Inn­an­lands­flugi til Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða í fyrra­málið hef­ur einnig verið af­lýst vegna veðurs. 

Flug­fé­lagið ger­ir ráð fyr­ir því að síðdeg­is­flug til Norður-Am­er­íku og til Lund­úna verði á áætl­un á morg­un, til viðbót­ar við auka flug sem sett hef­ur verið upp til Kaup­manna­hafn­ar síðdeg­is.

„All­ir farþegar verða end­ur­bókaðir sjálf­krafa og ný ferðaáætl­un send með tölvu­pósti. Farþegum er bent á að fylgj­ast með tölvu­pósti og smá­skila­boðum frá flug­fé­lag­inu varðandi breytta flugáætl­un. Ekki er nauðsyn­legt að hafa sam­band við Icelanda­ir nema ný ferðaáætl­un henti ekki,“ seg­ir í til­kynn­ingu Icelanda­ir.

mbl.is