Áfram í aðalhlutverki þrátt fyrir ákæruna

Alec Baldwin | 16. febrúar 2023

Áfram í aðalhlutverki þrátt fyrir ákæruna

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin mun áfram fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rust, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi við tökur á myndinni. Fyrirhugað er að tökur hefjist aftur nú í vor. 

Áfram í aðalhlutverki þrátt fyrir ákæruna

Alec Baldwin | 16. febrúar 2023

Alec Baldwin verður áfram í aðalhlutverki í Rust þrátt fyrir …
Alec Baldwin verður áfram í aðalhlutverki í Rust þrátt fyrir ákæruna. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in mun áfram fara með aðal­hlut­verk í kvik­mynd­inni Rust, þrátt fyr­ir að hafa verið ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi við tök­ur á mynd­inni. Fyr­ir­hugað er að tök­ur hefj­ist aft­ur nú í vor. 

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in mun áfram fara með aðal­hlut­verk í kvik­mynd­inni Rust, þrátt fyr­ir að hafa verið ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi við tök­ur á mynd­inni. Fyr­ir­hugað er að tök­ur hefj­ist aft­ur nú í vor. 

Sak­sókn­ari í Nýju Mexí­kó gaf í janú­ar út ákæru á hend­ur Baldw­in vegna and­láts töku­manns­ins Halynu Hutchins. Lést hún við tök­ur á mynd­inni í októ­ber árið 2021. 

Hluti af starfs­fólk­inu sem vann áður við tök­ur á Rust snýr aft­ur auk þess sem nýtt starfs­fólk mun taka þátt í verk­efn­inu. Bianca Cl­ine mun taka við stöðu Hutc­ins sem tökumaður. 

Unnið að gerð heim­ild­ar­mynd­ar

Tök­ur á Rust eru ekki þær einu sem eru fyr­ir­hugaðar, en ekk­ill Hutchins hef­ur samþykkt gerð heim­ild­ar­mynd­ar um eig­in­konu sína. 

Í heim­ild­ar­mynd­inni verður fjallað um líf og starf Hutchins sem töku­manns. Þá verður fjallað um Rust, henn­ar síðasta verk­efni, og hvernig verður haldið áfram með það verk­efni eft­ir lát henn­ar. 

mbl.is