„Lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi“

Frægir fjölga sér | 18. febrúar 2023

„Lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi“

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, á von á litlum strák með sambýliskonu sinni Kristel Þórðardóttur. Gunnlaugur eða Gulli Arnar eins og hann er jafnan kallaður hefur í nógu að snúast en auk þess að eiga von á frumburðinum í apríl rekur hann eitt vinsælasta handverksbakarí landsins í heimabænum Hafnarfirði.

„Lengi verið spenntur fyrir því að verða pabbi“

Frægir fjölga sér | 18. febrúar 2023

Kristel Þórðardóttir og Gunnlaugur Arnar Ingason eiga von á barni. …
Kristel Þórðardóttir og Gunnlaugur Arnar Ingason eiga von á barni. Hundurinn Bósi er að verða stóri bróðir.

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, á von á litl­um strák með sam­býl­is­konu sinni Kristel Þórðardótt­ur. Gunn­laug­ur eða Gulli Arn­ar eins og hann er jafn­an kallaður hef­ur í nógu að snú­ast en auk þess að eiga von á frumb­urðinum í apríl rek­ur hann eitt vin­sæl­asta hand­verks­bakarí lands­ins í heima­bæn­um Hafnar­f­irði.

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, á von á litl­um strák með sam­býl­is­konu sinni Kristel Þórðardótt­ur. Gunn­laug­ur eða Gulli Arn­ar eins og hann er jafn­an kallaður hef­ur í nógu að snú­ast en auk þess að eiga von á frumb­urðinum í apríl rek­ur hann eitt vin­sæl­asta hand­verks­bakarí lands­ins í heima­bæn­um Hafnar­f­irði.

„Við kynnt­umst í gegn­um sam­eig­in­lega vini. Ég og bróðir Kristel­ar, Doddi sem er flott­asti flugmaður lands­ins, höf­um þekkst síðan við vor­um ung­ir sam­an í fót­bolt­an­um og var það blaut­ur draum­ur hans að fá mig inn í fjöl­skyld­una,“ seg­ir Gulli þegar hann lýs­ir því hvernig þau Kristel kynnt­ust.

Var það alltaf draum­ur að verða pabbi?

„Já ég verð að viður­kenna það að ég hef lengi verið spennt­ur fyr­ir því að verða pabbi. Ég hef alltaf verið þannig að ég vill hafa nóg að gera og mikið fyr­ir stafni svo ég tek verðandi föður­hlut­verki af mik­illi spennu og til­hlökk­un.“

Eruð þið á fullu í hreiður­gerð?

„Já við erum búin að koma okk­ur mjög vel fyr­ir í Ásland­inu í Hafnar­f­irði. Við flutt­um í íbúð síðasta vor eft­ir að hafa gert hana upp. Í fram­kvæmd­un­um reiknuðum við með og vonuðumst til að stutt væri í að fjöl­skyld­an okk­ar myndi stækka svo við gerðum drög að barna­her­bergi í leiðinni. Núna þegar stytt­ist í sett­an dag erum við langt á veg kom­in með að kaupa það helsta sem okk­ur vant­ar. Kristel hef­ur stýrt þessu af prýði en það er mik­il­vægt að vera með gott skipu­lag þegar verið er að taka heim­ilið í gegn.“

Kristel og Gulli eru búin að koma sér vel fyrir.
Kristel og Gulli eru búin að koma sér vel fyr­ir.

Finnið þið fyr­ir því að það þarf að kaupa mikið og gera mikið áður en barnið kem­ur?

„Já þessu nýja hlut­verki fylg­ir auðvitað mikið af breyt­ing­um. Þetta er okk­ar fyrsta barn svo við höf­um þurft að kaupa ansi mikið núna í byrj­un. Við ákváðum einnig að vanda okk­ur mikið og skoðuðum vel það sem okk­ur leist best á þegar kem­ur að stór­um hlut­um eins og barna­vögn­um, rúmi, stól­um, vögg­um og þess hátt­ar. Við reynd­um að kaupa góðar vör­ur sem end­ast vel sem hægt er þá að nýta fyr­ir yngri systkini þegar að því kem­ur. Það fer auðvitað mjög mik­ill tími í vinnu hjá mér og er ég alla daga í baka­rí­inu. Við styðjum vel við hvort annað og þegar tími gefst erum við dug­leg að kíkja sam­an á barna­vör­ur eða annað fyr­ir heim­ilið. Það þarf held­ur ekki að kaupa allt í einni ferð svo við höf­um dreift kaup­un­um mikið yfir meðgöng­una.“

Gulli er vinsæll bakari.
Gulli er vin­sæll bak­ari.

Hvernig er að fylgj­ast með kon­unni sinni baka barn?

„Það er dá­sam­legt að fylgj­ast með mak­an­um sín­um í þessu ferli og hef­ur Kristel staðið sig stór­kost­lega. Það er mikið álag og vinna lögð á kon­ur í meðgöngu og ber ég ómælda virðingu fyr­ir öll­um sem ganga með barn. Það er fullt sem pabb­arn­ir geta gert en fyrst og fremst snýst það um að styðja mak­ann eins mikið og hægt er. Við erum mjög sam­rýnd og erum dug­leg að tala sam­an um hvernig við vilj­um hafa hlut­ina. Núna þegar liðið er langt á meðgöng­una reyn­ir maður að gera eins mikið og hægt er sem létt­ir álagið á kon­unni sinni, eins og að sjá um elda­mennsk­una, búðarferðirn­ar, bera tösk­ur, poka eða aðra fylgi­hluti. All­ir litl­ir hlut­ir hjálpa. Bless­un­ar­lega hef­ur meðgang­an gengið mjög vel hjá okk­ur hingað til og höld­um við áfram að hugsa vel um okk­ur fram að fæðingu. Mamma, sem er ljós­móðir, hef­ur verið dug­leg að minna mig á hvað stuðning­ur er mik­il­væg­ur fyr­ir kon­ur í meðgöngu, svo ég vona að ég sé að standa mig þokka­lega.“

Gulli vill hafa mikið fyrir stafni og á eftir að …
Gulli vill hafa mikið fyr­ir stafni og á eft­ir að njóta þess að verða pabbi og reka bakarí.

Hvernig ertu að und­ir­búa þig und­ir nýtt hlut­verk?

„Við erum auðvitað fyrst og fremst búin að und­ir­búa okk­ur sam­an með því að vera dug­leg að tala um það hvernig upp­eldi og um­hverfi við vilj­um að börn­in okk­ar al­ist upp við. Það er mik­il­vægt að for­eldr­arn­ir séu á sömu blaðsíðu og séu sam­rýnd í und­ir­bún­ingi og upp­eldi. Hvað varðar meðgöng­una og fæðing­una er Kristel mjög dug­leg að hlusta á og lesa um hin ýmsu góðu ráð. Við erum svo að sækja nokk­ur nám­skeið hjá 9 mánuðum sem ég er mjög spennt­ur fyr­ir og hlakka ég til að fræðast meira um ferlið. Þau munu und­ir­búa mann vel fyr­ir fæðing­una sjálfa.“

Hvernig pabbi lang­ar þig til þess að verða?

„Mig lang­ar auðvitað að verða frá­bær pabbi og fyr­ir­mynd. Ég tel mig hafa allt fram að færa til að vera góður pabbi. Við verðandi for­eldr­arn­ir erum bæði já­kvæð, dug­leg og um­hyggju­söm svo við telj­um okk­ur vera mjög til­bú­in að fá lít­inn gaur í fjöl­skyld­una,“ seg­ir Gulli.

mbl.is