„Það er búin að vera mokveiði“

Rækjuveiðar | 23. febrúar 2023

„Það er búin að vera mokveiði“

Haraldur Konráðsson, skipstjóri á rækjubátnum Val ÍS-20, er léttur í lund er blaðamaður nær af honum tali enda hefur verið í nógu að snúast að undanförnu á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi. „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Það er búin að vera mokveiði.“

„Það er búin að vera mokveiði“

Rækjuveiðar | 23. febrúar 2023

Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Haraldur Konráðsson á rækjubátnum Val ÍS-20 …
Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Haraldur Konráðsson á rækjubátnum Val ÍS-20 eru hæstánægðir með aflabrögðin undanfarið. Ljósmynd/Konráð Eggertsson

Har­ald­ur Kon­ráðsson, skip­stjóri á rækju­bátn­um Val ÍS-20, er létt­ur í lund er blaðamaður nær af hon­um tali enda hef­ur verið í nógu að snú­ast að und­an­förnu á rækju­veiðum í Ísa­fjarðar­djúpi. „Þetta hef­ur gengið ljóm­andi vel. Það er búin að vera mokveiði.“

Har­ald­ur Kon­ráðsson, skip­stjóri á rækju­bátn­um Val ÍS-20, er létt­ur í lund er blaðamaður nær af hon­um tali enda hef­ur verið í nógu að snú­ast að und­an­förnu á rækju­veiðum í Ísa­fjarðar­djúpi. „Þetta hef­ur gengið ljóm­andi vel. Það er búin að vera mokveiði.“

Auk Har­ald­ar er aðeins einn í viðbót í áhöfn­inni á Val ÍS, Bald­ur Ingimar Aðal­steins­son, og þýðir því ekki að beita nein­um loðband­stök­um þegar vel fisk­ast. „Þegar er svona veiði á svona litl­um bát þá erum við meira á reki en á togi,“ seg­ir Har­ald­ur og skell­ir upp úr. „Við þurf­um að vera á fullu að ganga frá afl­an­um. Þannig var veiðin um tíma að við feng­um þrjú tonn af rækju á hálf­tíma. Þetta er flott og góð rækja.“

Val­ur ÍS landaði fyrsta afla árs­ins 19. janú­ar síðastliðinn þegar komið var til hafn­ar með tæp­lega sjö tonn. Síðan hef­ur verið landað tíu sinn­um til viðbót­ar, síðast í gær þegar var landað tæp­um 5,3 tonn­um. Alls hef­ur verið landað 70 tonn­um til þessa eða 6,3 tonn­um af rækju í róðri að meðaltali.

Lesa má viðtalið við Har­ald í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is