Kveðst saklaus

Alec Baldwin | 24. febrúar 2023

Kveðst saklaus

Leikarinn Alec Baldwin sagðist vera saklaus af ákæru um manndráp af gáleysi. Gaf hann vitnisburð sinn í gegnum netið og afsalaði sér rétt sínu að verða viðstaddur í gegnum fjarfundabúnað þegar málið verður þingfest í Nýju Mexíkó í dag. 

Kveðst saklaus

Alec Baldwin | 24. febrúar 2023

Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í gær.
Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í gær. AFP

Leik­ar­inn Alec Baldw­in sagðist vera sak­laus af ákæru um mann­dráp af gá­leysi. Gaf hann vitn­is­b­urð sinn í gegn­um netið og af­salaði sér rétt sínu að verða viðstadd­ur í gegn­um fjar­funda­búnað þegar málið verður þing­fest í Nýju Mexí­kó í dag. 

Leik­ar­inn Alec Baldw­in sagðist vera sak­laus af ákæru um mann­dráp af gá­leysi. Gaf hann vitn­is­b­urð sinn í gegn­um netið og af­salaði sér rétt sínu að verða viðstadd­ur í gegn­um fjar­funda­búnað þegar málið verður þing­fest í Nýju Mexí­kó í dag. 

Baldw­in er ákærður í tveim­ur ákæru­liðum fyr­ir mann­dráp af gá­leysi vegna and­lát töku­manns­ins Halynu Hutchins við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust í októ­ber árið 2021. 

Ef hann verður fund­inn sek­ur á hann yfir höfði sér 18 mánaða fang­els­is­dóm.

Hannah Gutier­rez-Reed, sem sá um skot­vopn í leik­muna­deild mynd­ar­inn­ar, er einnig ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­fleysi. Fyr­ir­hugað er að hún muni koma fyr­ir dóm­ara í Nýju Mexí­kó í dag. 

Baldw­in náði áfanga­sigri í mál­inu fyrr í vik­unni þegar sak­sókn­ari ákvað að fella niður hluta ákær­unn­ar er sneri að skot­vopna­b­urði. Sagðist sak­sókn­ari hafa gert það svo málið dræg­ist ekki um of á lang­inn. Það þýðir að verði hann sak­felld­ur á hann yfir höfði sér tals­vert minni tíma í fang­elsi.

mbl.is