„Everything Everywhere“ var sigursælust

Verðlaunahátíðir 2023 | 27. febrúar 2023

„Everything Everywhere“ var sigursælust

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once sópaði til sín verðlaunum á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

„Everything Everywhere“ var sigursælust

Verðlaunahátíðir 2023 | 27. febrúar 2023

Leikararnir Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee …
Leikararnir Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis og James Hong með verðlaunagripi sína á SAG-verðlaununum. AFP/Frederic J. Brown

Kvik­mynd­in Everything Everywh­ere All At Once sópaði til sín verðlaun­um á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

Kvik­mynd­in Everything Everywh­ere All At Once sópaði til sín verðlaun­um á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

Hún var val­in besta mynd­in, auk þess sem Michelle Yeoh var kjör­in besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki. Sömu­leiðis var Ke Huy Quan val­inn besti leik­ar­inn í auka­hlut­verki og Jamie Lee Curt­ist besta leik­kon­an í auka­hlut­verki.

Stétt­ar­fé­lag leik­ara, sem sam­an­stend­ur af yfir 120 þúsund manns, stend­ur að baki SAG-verðlaun­un­um.

Everything Everywh­ere hef­ur áður hlotið hin ýmsu verðlaun á verðlauna­hátíðum og er mynd­in tal­in lík­leg til af­reka á Óskar­sverðlaun­un­um í 12. mars.

Brendan Fraser.
Brend­an Fraser. AFP/​Frederic J. Brown

Brend­an Fraser var val­inn besti leik­ar­inn í aðal­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í The Whale.

Sjón­varpsþætt­irn­ir The White Lot­us og Ab­bot Element­ary hlutu SAG-verðlaun­in fyr­ir bestu drama- og gam­anþætt­ina.

List­inn yfir alla verðlauna­haf­ana

mbl.is