Hvar voru strákarnir?

Friends | 28. febrúar 2023

Hvar voru strákarnir?

Friends-leikkonan Courteney Cox er loksins komin með stjörnu við frægðargötu Hollywood (e. Walk of Fame) í Los Angeles.

Hvar voru strákarnir?

Friends | 28. febrúar 2023

00:00
00:00

Friends-leik­kon­an Courteney Cox er loks­ins kom­in með stjörnu við frægðargötu Hollywood (e. Walk of Fame) í Los Ang­eles.

Friends-leik­kon­an Courteney Cox er loks­ins kom­in með stjörnu við frægðargötu Hollywood (e. Walk of Fame) í Los Ang­eles.

Cox af­hjúpaði stjörn­una við hátíðlega at­höfn í gær en at­hygli vakti að mót­leik­ar­ar henn­ar úr Friends, Dav­id Schwimmer, Matt­hew Perry og Matt LeBlanc voru ekki mætt­ir til að fagna. 

Jenni­fer Anist­on og Lisa Ku­drow, sem einnig léku með henni í Friends, voru hins veg­ar mætt­ar og héldu meðal ann­ars ræðu um ágæti Cox. 

Minnt­ust þær þess þegar þær kynnt­ust fyrst sem og góðra stunda við tök­ur á þátt­un­um Friends. 

Courteney Cox, Lisa Kudrow og Jennifer Aniston við frægðargötu Hollywood …
Courteney Cox, Lisa Ku­drow og Jenni­fer Anist­on við frægðargötu Hollywood í gær. AFP/​Leon Benn­ett
Cox við stjörnuna.
Cox við stjörn­una. AFP/​Frederic J. Brown
mbl.is