Bieber aflýsir aftur tónleikum

Justin Bieber | 2. mars 2023

Bieber aflýsir aftur tónleikum

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur ákveðið að aflýsa aftur þeim dagsetningum sem eftir eru af tónleikaferðalagi hans, „Justice“ sökum heilsufarsvandamála.

Bieber aflýsir aftur tónleikum

Justin Bieber | 2. mars 2023

Justin Bieber og eiginkona hans, Hailey Bieber.
Justin Bieber og eiginkona hans, Hailey Bieber. AFP

Tón­list­armaður­inn Just­in Bie­ber hef­ur ákveðið að af­lýsa aft­ur þeim dag­setn­ing­um sem eft­ir eru af tón­leika­ferðalagi hans, „Justice“ sök­um heilsu­far­svanda­mála.

Tón­list­armaður­inn Just­in Bie­ber hef­ur ákveðið að af­lýsa aft­ur þeim dag­setn­ing­um sem eft­ir eru af tón­leika­ferðalagi hans, „Justice“ sök­um heilsu­far­svanda­mála.

Fram kem­ur á vef Page Six að Bie­ber hafi verið með 70 tón­leika á dag­skrá fyr­ir árið 2023, en dag­setn­ing­arn­ar hafa nú verið fjar­lægðar af vefsíðu hans. 

Bie­ber til­kynnti fyrst að hann hefði ákveðið að fresta tón­leika­ferðalagi sínu um óákveðinn tíma í sept­em­ber síðastliðnum. Nokkr­um dög­um áður til­kynnti tón­list­armaður­inn að hann hefði greinst með Rams­ey Hunt-sjúk­dóm­inn, tauga­húðsjúk­dóm sem veld­ur út­brot­um, eyrna­verkj­um og löm­un í and­liti. 

Drama­tík og ásak­an­ir um einelti

Ný­verið hef­ur Hailey Bie­ber, eig­in­kona hans, verið sökuð um einelti gegn fyrr­ver­andi kærstu Bie­ber, Selenu Gomez. Eins og mörg­um er kunn­ugt voru þau par á ár­un­um 2010 til 2018.

Í kjöl­farið hef­ur hún misst fjölda fylgj­enda á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um á meðan fylgj­enda­hóp­ur Gomez hef­ur farið ört stækk­andi. Mynd­skeið um meint einelti hafa farið eins og eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðla og valdið miklu fjaðrafoki. 

mbl.is