Bergþór Óla er mjúki pabbinn

Föðurhlutverkið | 4. mars 2023

Bergþór Óla er mjúki pabbinn

Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman í fyrra en fyrir á Bergþór dóttur á sjöunda ári. Bergþór, sem er þingmaður Miðflokksins, segir Alþingi vera fjölskylduvænan vinnustað og nýtur þess að sjá dætur sínar mynda sterk systratengsl.

Bergþór Óla er mjúki pabbinn

Föðurhlutverkið | 4. mars 2023

Bergþór og Laufey Rún ásamt dætrunum Lottu og Ósk á …
Bergþór og Laufey Rún ásamt dætrunum Lottu og Ósk á góðri stundu.

Bergþór Ólason og Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir eignuðust sitt fyrsta barn sam­an í fyrra en fyr­ir á Bergþór dótt­ur á sjö­unda ári. Bergþór, sem er þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir Alþingi vera fjöl­skyldu­væn­an vinnustað og nýt­ur þess að sjá dæt­ur sín­ar mynda sterk systra­tengsl.

Bergþór Ólason og Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir eignuðust sitt fyrsta barn sam­an í fyrra en fyr­ir á Bergþór dótt­ur á sjö­unda ári. Bergþór, sem er þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir Alþingi vera fjöl­skyldu­væn­an vinnustað og nýt­ur þess að sjá dæt­ur sín­ar mynda sterk systra­tengsl.

Bergþór seg­ir að hann hafi lítið velt því fyr­ir sér hvort hann ætti eft­ir að eign­ast fleiri börn áður en að ást­in bankaði aft­ur upp á hjá hon­um. „Lífið gekk sinn vana­gang og vinn­an var í fyr­ir­rúmi ásamt því að eyða tíma með Lottu, dótt­ur minni, hvenær sem færi gafst en hún er bú­sett í Berlín með móður sinni. En allt hef­ur sinn tíma og þó við Lauf­ey hefðum þekkst lengi þá tengd­umst við á rétt­um tíma í lífi okk­ar beggja og höf­um ekki litið við síðan. Ósk okk­ar slóst svo í hóp­inn síðastliðið sum­ar og hef­ur haldið öll­um vel við efnið. Lífið er því ansi gott,“ seg­ir Bergþór.

„Lífið breyt­ist með hverju barni enda nýr ein­stak­ling­ur mætt­ur á svæðið. En faðmur­inn bara stækk­ar og það hef­ur verið mest gef­andi að fylgj­ast með sam­bandi þeirra systra kvikna og þró­ast eft­ir því sem þær eld­ast báðar tvær. Lotta mín var ein­birni þar til Ósk mætti til leiks og manni hlýn­ar við það að þær geti haft stuðning af hvor ann­arri út lífið,“ seg­ir Bergþór.

Þetta er tveggja manna verk, Lotta verkstýrir.
Þetta er tveggja manna verk, Lotta verk­stýr­ir.

Hepp­inn með konu

Bergþór seg­ir að hann hafi verið virk­ari á fyrstu mánuðunum í lífi Óskar, yngri dótt­ur sinn­ar, en hann var þegar eldri dótt­ir­in, Lotta, kom í heim­inn. „Skýrist það af landa­fræði og öðrum starfs­vett­vangi en nú en það hef­ur verið gef­andi að taka meiri þátt á fyrri stig­um,“ seg­ir Bergþór sem seg­ir Alþingi vera góðan vinnustað fyr­ir fjöl­skyldu­fólk.

„Að mínu mati er Alþingi fjöl­skyldu­vænn vinnustaður enda mikið rými til sveigj­an­leika þegar kem­ur að umönn­un barns­ins og til að upp­fylla þarf­ir og skyld­ur sem áger­ast bara með ár­un­um, þ.e. sækja og skutla í skóla, íþrótt­ir og aðrar tóm­stund­ir. Þingmaður ræður sín­um tíma sjálf­ur, get­ur sinnt vinnu sinni bæði við Aust­ur­völl, heima eða hvar svo sem hann ber niður með kjós­end­um sín­um. Vissu­lega koma álagspunkt­ar þar sem mik­ill­ar viðveru er kraf­ist í húsi og þing­fund­ir eru langt fram á nótt og þá reyn­ir á skiln­ing maka og fjöl­skyldu. Ég er hepp­inn að kon­an mín starfaði lengi á Alþingi og þekk­ir því gang­verkið vel. Svo snýst þetta á end­an­um bara um að skipu­leggja tíma sinn vel í þing­manns­starf­inu og tryggja þannig tím­ann með fjöl­skyld­unni.“ 

Tek­ur þú fæðing­ar­or­lof?

„Ég hafði ekki tök á því að fara í fæðing­ar­or­lof þegar Lotta fædd­ist en ég næ sem bet­ur fer að taka or­lof núna með Ósk. Það er hins veg­ar baga­legt hvernig mál­um er fyr­ir komið hvað varðar reglu­verk fæðing­ar­or­lofs­mála hér á landi. Frelsi for­eldr­anna, til að skipta með sér þeim heild­ar­tíma sem barni er tryggður með for­eldr­um sin­um sam­kvæmt lög­um, og fæðing­ar­or­lofs­sjóður stend­ur und­ir með greiðslum til for­eldr­anna, ætti að vera al­gjört. For­ræðis­hyggja réði ríkj­um þegar lög­un­um var breytt fyr­ir stuttu síðan og ákveðinn fjöldi mánaða fest­ur á for­eldra, ófram­selj­an­leg­ir. Það er eng­inn betri til þess að ráða sín­um mál­um en fólkið sjálft sem í hlut á. Ef fólki er treyst fyr­ir því að ala upp barn þá ætti því að vera treyst­andi til að skipta með sér fæðing­ar­or­lofi svo vel sé fyr­ir barnið og fjöl­skyld­una alla.“

Bergþór og Ósk saman í Stykkishólmi.
Bergþór og Ósk sam­an í Stykk­is­hólmi.

Góð sam­skipti lyk­il­atriði

Marg­ir tala um að að vera ör­ugg­ari þegar barn núm­er tvö kem­ur í heim­inn og Bergþór er því sam­mála. „Ég mundi margt en annað alls ekki. Þetta rifjast sem bet­ur fer hratt upp. Lauf­ey, kon­an mín, sagði mér að henni hefði þótt styrk­ur í því að ég hefði farið í gegn­um þetta áður en Ósk er henn­ar fyrsta barn. Það kom sem bet­ur fer ekki að sök því hún þurfti engr­ar leiðsagn­ar við. En vissu­lega var ég ör­ugg­ari þegar kom að umönn­un yngri dótt­ur minn­ar enda vissi ég það sem nær all­ir sem hafa átt barn vita – þetta fer allt vel.“ 

Hvernig er að eiga sam­setta fjöl­skyldu?

„Það hef­ur gengið vel hjá okk­ur en það er ekki sjálf­gefið enda flækj­u­stigið oft mikið. En svo lengi sem maður hef­ur hags­muni barn­anna efst í huga við all­ar ákv­arðanir þá lend­ir þetta á góðum stað fyr­ir alla. Mér og móður Lottu hef­ur auðnast að eiga góð sam­skipti þegar kem­ur að dótt­ur okk­ar og fundið lausn­ir og leiðir sem ekki er alltaf auðvelt þegar for­eldr­arn­ir búa hvort í sínu land­inu. Ég hef gætt þess að fara mjög reglu­lega út til Berlin­ar og eyða tíma með Lottu í henn­ar um­hverfi og tak­ast á við hvers­dag­inn með henni líka. Það hef­ur gengið vel og eig­um við afar gott og náið feðgina­sam­band.

Sam­sett­ar fjöl­skyld­ur eru auðvitað eitt­hvað sem all­ir Íslend­ing­ar þekkja, annað hvort af eig­in raun eða í gegn­um aðra og hver og ein fjöl­skylda verður að finna sinn takt í þeim efn­um. Takt­ur­inn þarf ekki að vera sá sami en þarf þó að slá þann tón að barn­inu líði vel og fái góða teng­ingu við báða for­eldra, sé þess nokk­ur kost­ur.“

Systurnar sameinaðar í Berlín.
Syst­urn­ar sam­einaðar í Berlín.

Hepp­in með svefn­inn

Hvernig pabbi ert þú?

„Ég held að ég sé mjúka týp­an. Ég á mjög erfitt með að segja nei við þá eldri og grun­ar að það muni bara versna gagn­vart þeirri yngri þegar hún nær viti og aldri til að vefja mér um fing­ur sér. Ég mun ör­ugg­lega þurfa að bjarga í horn með því að svara ein­fald­lega: „Spurðu mömmu þína“ þegar mikið ligg­ur við. En áhersl­an mín við upp­eldi dætra minna er að þeim líði vel, upp­lifi ör­yggi og treysti mér fyr­ir því sem þær eru að eiga við á hverj­um tíma. Að þær viti að það er hægt að leysa allt, líka þetta erfiða. Þannig ólst ég upp og þannig vil ég leiða þær í gegn­um líf sitt.“

Hvað finnst þér mest gef­andi við að vera for­eldri?

„Það er að sjá þessi litlu kríli þrosk­ast og dafna. Ég hef verið svo hepp­inn að báðar dæt­urn­ar hafa verið góðar til heils­unn­ar, þrosk­ast vel og verið hvers manns hug­ljúfi í sam­skipt­um. Á end­an­um eru það börn­in sem maður raun­veru­lega skil­ur eft­ir sig, ef Guð lof­ar.“

En hvenær er það krefj­andi?

„Ætli það sé ekki helst þegar maður er í tímaþröng með eitt­hvað, sér­stak­lega gagn­vart vinnu og lúr­inn klikk­ar hjá þeirri yngri, eða verður styttri en reikna mátti með. Við höf­um verði hepp­in með svefn­inn á næt­urn­ar til þessa – þannig að þreyta hef­ur ekki verið til veru­legra vand­ræða, nema þá þegar manni er sjálf­um um að kenna. Í stóru mynd­inni er svo auðvitað krefj­andi að vera for­eldri í sjálfu sér – það þekkja all­ir sem það hafa reynt. En eins og klisj­an seg­ir, krefj­andi en skemmti­legt og það er akkúrat málið.“

Hvenær eigið þið fjöl­skyld­an ykk­ar gæðastund­ir?

„Við Lauf­ey og Ósk eig­um marg­ar gæðastund­ir sam­an á heima­víg­stöðvun­um. Þær þurfa ekki að vera flókn­ar eða löngu út­færðar. Góður kvöld­mat­ur sam­an í ró­leg­heit­um, þar sem Ósk reyn­ir fyr­ir sér sem mat­gæðing­ur með til­heyr­andi leik­ræn­um til­b­urðum, er alltaf ægi­lega nota­legt. Best er svo auðvitað þegar Lotta er hjá okk­ur og við blönd­um dög­un­um með alls kon­ar stuði en líka ró­leg­heit­um heima. Þær syst­urn­ar leika þá sam­an og aðdá­un­in skín úr aug­um þeirr­ar yngri enda er Lotta afar natin við litlu syst­ur sína og ljóst að þær verða góðar sam­an þegar fram í sæk­ir. Hvað get­ur maður beðið um meira?“

mbl.is