Fór loksins heim með styttu

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Fór loksins heim með styttu

Hin 64 ára gamla Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun í nótt. Leikkonan hefur verið í yfir 40 ár í skemmtanabransanum og leikið í tugum kvikmynda.

Fór loksins heim með styttu

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun eftir að hafa unnið …
Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun eftir að hafa unnið í bransanum í yfir 40 ár. AFP/Al Seib

Hin 64 ára gamla Jamie Lee Curt­is vann loks­ins Óskar­sverðlaun í nótt. Leik­kon­an hef­ur verið í yfir 40 ár í skemmt­ana­brans­an­um og leikið í tug­um kvik­mynda.

Hin 64 ára gamla Jamie Lee Curt­is vann loks­ins Óskar­sverðlaun í nótt. Leik­kon­an hef­ur verið í yfir 40 ár í skemmt­ana­brans­an­um og leikið í tug­um kvik­mynda.

Verðlaun­in hlaut hún fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Everything Everywh­ere All at Once sem sópaði til sín verðlaun­um á þess­ari 95. verðlauna­hátíð Aka­demí­unn­ar í Hollywood. 

Curt­is er dótt­ir tveggja stór­leik­ara í Hollywood, Janet Leigh og Tony Curt­is, og hóf fer­il sinn ung að aldri.

„Ég vann Óskar,“ sagði Curt­is þegar hún tók á móti verðlaun­un­um á stóra sviðinu í kvöld. Hún heiðraði for­eldra sína og þakkaði eig­in­manni sín­um, börn­um, aðdá­end­um og sam­starfs­fólki fyr­ir í ræðu sinni. 

Curt­is er fædd í Los Ang­eles og henn­ar fyrsta hlut­verk sem vakti at­hygli var í mynd­inni Halloween sem kom út árið 1978. Fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar hef­ur viður­kennt að hún ákvað að ráða Curt­is því móðir henn­ar hafi farið með hlut­verk í kvik­mynd Al­fred Hitchcock, Psycho, árið 1960.  

Þrátt fyr­ir það hef­ur Halloween-hlut­verkið orðið eitt af henn­ar stærstu hlut­verk­um á ferl­in­um og lék hún á síðasta ári í fram­halds­mynd­inni Halloween Ends. 

Á meðal þeirra mynda sem Curt­is hef­ur leikið í eru Tra­ding Places, A Fish Cal­led Wanda og True Lies. Ný­lega lék hún í Kni­ves Out. 

Curt­is er gift leik­ar­an­um og leik­stjór­an­um Christoph­er Gu­est og eiga þau sam­an tvö börn.

Curtis var ánægð með styttuna sína.
Curt­is var ánægð með stytt­una sína. AFP/​Frederick J. Brown
mbl.is