Landaði sínum fyrsta farmi á Eskifirði

Samherji | 13. mars 2023

Landaði sínum fyrsta farmi á Eskifirði

Uppsjávaraskipið Margrét EA 710 kom til hafnar á Eskifirði í gær með tvö þúsund tonn af loðnu og er það fyrsta löndun fyrir nýja eigendur, Samherja.

Landaði sínum fyrsta farmi á Eskifirði

Samherji | 13. mars 2023

Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti EA segir nýtt skip Samherja …
Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti EA segir nýtt skip Samherja reynast vel. Ljósmynd/Samherji

Upp­sjáv­ar­a­skipið Mar­grét EA 710 kom til hafn­ar á Eskif­irði í gær með tvö þúsund tonn af loðnu og er það fyrsta lönd­un fyr­ir nýja eig­end­ur, Sam­herja.

Upp­sjáv­ar­a­skipið Mar­grét EA 710 kom til hafn­ar á Eskif­irði í gær með tvö þúsund tonn af loðnu og er það fyrsta lönd­un fyr­ir nýja eig­end­ur, Sam­herja.

„Skipið fór frá Skotlandi á sunnu­degi og inn­an við viku síðar er sem sagt landað hérna á Eskif­irði. Geri aðrir bet­ur segi ég nú bara. Loðnu­vertíðin er lík­lega á loka­metr­un­um, þannig að hver sól­ar­hring­ur er dýr­mæt­ur,“ seg­ir Hjört­ur Vals­son, skip­stjóri á Mar­gréti, í færslu á vef Sam­herja.

Skipið var smíðað í Nor­egi árið 2008 en keypt í Skotlandi og bar þá nafnið Christ­ina S. Komið var ti Reykja­vík­ur 8. mars síðastliðinn og var haldið á loðnumiðin út af Reykja­nesi á föstu­dags­morg­un. Þar var afli fjögg­urra skipa dælt um borð og var síðan stefn­an sett á Eskifjörð.

Margrét EA kemur til hafnar á Eskifirði með fyrsta farminn …
Mar­grét EA kem­ur til hafn­ar á Eskif­irði með fyrsta farm­inn fyr­ir nýja eig­end­ur. - Mar­grét EA - loðnu­vertíð - Sam­herji Ljós­mynd/​Sam­herji

„All­ir tankn­ar skips­ins eru full­ir og lík­lega tek­ur um sól­ar­hring að dæla hrá­efn­inu í land. Okk­ar fyrsta reynsla af skip­inu er góð í alla staði, það fer vel um mann­skap­inn og all­ur aðbúnaður er til fyr­ir­mynd­ar. Tækja­búnaður­inn er sömu­leiðis góður, vél­in er kraft­mik­il og er auk þess lítið keyrð. Það er greini­legt að fyrri eig­end­ur hugsuðu vel um skipið. Við erum sjö í áhöfn og ég heyri ekki annað en að all­ir séu sér­lega ánægðir með skipið og aðbúnaðinn,“ út­skýr­ir Hjört­ur.

Hann seg­ir jafn­framt skemmti­legt fyr­ir skip­stjóra að landa fyrsta farmi. „Þar sem loðnu­vertíðin er senn á enda, er lík­legt að Mar­grét fari næst á kol­munna­veiðar og svo á mak­ríl. Skipið er ekki búið til nóta­veiða, en vel út­búið til veiða með flottrolli. Þetta er hörku gott skip, frænd­urn­ir Kristján og Þor­steinn Már gerðu greini­lega góð og skyn­sam­leg kaup.“

Gert klárt fyrir dælingu.
Gert klárt fyr­ir dæl­ingu. Ljós­mynd/​Sam­herji
Hjörtur og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í brúnni á …
Hjört­ur og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í brúnni á nýju skipi. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is