Óskarshafar heimtuðu að gera íslenskt myndband

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Óskarshafar heimtuðu að gera íslenskt myndband

Liðsmenn hljómsveitarinnar FM Belfast greina frá því á Facebook-síðu sinni að 19. október 2009 hafi þeim borist tölvupóstur frá manni sem haft hafi áhuga á að gera fyrir sveitina tónlistarmyndband ásamt félaga sínum. Kváðust þeir Belfast-menn þess albúnir, hins vegar væri þeim fjár vant.

Óskarshafar heimtuðu að gera íslenskt myndband

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Daniel Scheinert og Daniel Kwan, leikstjórar myndarinnar Everything Everywhere All …
Daniel Scheinert og Daniel Kwan, leikstjórar myndarinnar Everything Everywhere All at Once, gerðu myndband fyrir FM Belfast. AFP

Liðsmenn hljóm­sveit­ar­inn­ar FM Belfast greina frá því á Face­book-síðu sinni að 19. októ­ber 2009 hafi þeim borist tölvu­póst­ur frá manni sem haft hafi áhuga á að gera fyr­ir sveit­ina tón­list­ar­mynd­band ásamt fé­laga sín­um. Kváðust þeir Belfast-menn þess al­bún­ir, hins veg­ar væri þeim fjár vant.

Liðsmenn hljóm­sveit­ar­inn­ar FM Belfast greina frá því á Face­book-síðu sinni að 19. októ­ber 2009 hafi þeim borist tölvu­póst­ur frá manni sem haft hafi áhuga á að gera fyr­ir sveit­ina tón­list­ar­mynd­band ásamt fé­laga sín­um. Kváðust þeir Belfast-menn þess al­bún­ir, hins veg­ar væri þeim fjár vant.

Um það hafi þeir mynd­bands­gerðar­menn kært sig koll­ótta, hefðu þeir sagst fram­leiða mynd­bandið að kostnaðarlausu, það yrði þeirra fyrsta verk­efni eft­ir út­skrift þeirra úr kvik­mynda­skóla. Hafi þeir gengið stíft eft­ir mynd­bands­gerðinni og sveit­in að lok­um fall­ist á.

FM Belfast á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2016.
FM Belfast á Ice­land Airwaves-hátíðinni árið 2016. Ljós­mynd/​Freyja Gylfa

„Í gær­kvöldi unnu þess­ir tveir sjö Óskar­sverðlaun fyr­ir kvik­mynd­ina Everything Everywh­ere All at Once,“ seg­ir svo í Face­book-færslu FM Belfast sem þar með ljóstr­ar því upp að fyrsta verk­efni Óskarverðlauna­haf­anna ný­bökuðu, Daniel Scheinert og Daniel Kwan, hafi verið tón­list­ar­mynd­band fyr­ir ís­lenska hljóm­sveit.

mbl.is