Skaut föstum skotum að notkun „töfralyfsins“ í Hollywood

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Skaut föstum skotum að notkun „töfralyfsins“ í Hollywood

Óskarsverðlaunin voru veitt með pompi og prakt aðfaranótt mánudags í Los Angeles í Bandaríkjunum. Kynnir kvöldsins var spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel sem tók á málefnum líðandi stundar í Hollywood á spauglegan máta. 

Skaut föstum skotum að notkun „töfralyfsins“ í Hollywood

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP

Óskar­sverðlaun­in voru veitt með pompi og prakt aðfaranótt mánu­dags í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. Kynn­ir kvölds­ins var spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel sem tók á mál­efn­um líðandi stund­ar í Hollywood á spaug­leg­an máta. 

Óskar­sverðlaun­in voru veitt með pompi og prakt aðfaranótt mánu­dags í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. Kynn­ir kvölds­ins var spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel sem tók á mál­efn­um líðandi stund­ar í Hollywood á spaug­leg­an máta. 

Mikið hef­ur verið rætt og skrifað um lyfið Ozempic sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda og verið kallað „töfra­lyfið“ í Hollywood. Lyfið er ætlað syk­ur­sjúk­um til að létt­ast og eru fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur sagðar nota lyfið í þeim til­gangi.

Kimmel skaut föst­um skot­um á stjörn­urn­ar og gerði grín að hömlu­lausri notk­un þeirra á lyf­inu. Hann benti á stór­kost­legt þyngd­artap í saln­um og spurði: „Ég get ekki annað en velt því fyr­ir mér: Er Ozempic það rétta fyr­ir mig?“

Lyfið eigi ekki að nota sem megr­un

Þó svo brand­ar­inn hafi slegið í gegn í saln­um hef­ur umræðan um lyfið ekki bara verið já­kvæð. Lækn­ar hafa varað við því að lyfið sé sann­ar­lega eng­in töfra­lausn og að því geti fylgt auka­verk­an­ir. 

Þá hef­ur einnig komið fram að lyfið eigi ekki að nota sem megr­un. Skort­ur er á lyf­inu á alþjóðavísu og hafa stjörn­ur í Hollywood verið gagn­rýnd­ar fyr­ir að nota lyfið til þess eins að missa nokk­ur „auka­kíló.“ 

„Heróín­út­lit“ aft­ur í tísku

Talið er að vin­sæld­ir lyfs­ins megi meðal ann­ars rekja til mik­illa um­skipta í tísku­heim­in­um þegar kem­ur að vaxt­ar­lagi kvenna þar sem svo­kallað „heróín­út­lit“ sem tröll­reið tísku­heim­in­um í kring­um alda­mót­in hef­ur öðlast vin­sæld­ir á ný. Tísk­an ýtir und­ir að fólk, og þá sér­stak­lega kon­ur, séu svo grann­ar að hægt sé að telja í þeim rif­bein­in. 

mbl.is