Margrét prjónaði heilgalla á Gísla Örn

Fatastíllinn | 14. mars 2023

Margrét prjónaði heilgalla á Gísla Örn því honum er alltaf svo kalt

Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur og aðstoðardagskrárstjóri RÚV er einstaklega góð í höndunum og getur töfrað fram ótrúlegustu flíkur með prónum og garni. Hún lærði að prjóna þegar hún var átta ára gömul og hefur síðan þá prjónað eins og vindurinn. Hennar nýjasta afurð er heilgalli sem hún prjónaði á Gísla Örn Garðarsson leikara og leikstjóra. 

Margrét prjónaði heilgalla á Gísla Örn því honum er alltaf svo kalt

Fatastíllinn | 14. mars 2023

Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur og aðstoðardagskrárstjóri RÚV prjónaði heilgalla á Gísla …
Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur og aðstoðardagskrárstjóri RÚV prjónaði heilgalla á Gísla Örn Garðarsson leikara og leikstjóra. Ljósmynd/Samsett

Mar­grét Jón­as­dótt­ir sagn­fræðing­ur og aðstoðardag­skrár­stjóri RÚV er ein­stak­lega góð í hönd­un­um og get­ur töfrað fram ótrú­leg­ustu flík­ur með prón­um og garni. Hún lærði að prjóna þegar hún var átta ára göm­ul og hef­ur síðan þá prjónað eins og vind­ur­inn. Henn­ar nýj­asta afurð er heil­galli sem hún prjónaði á Gísla Örn Garðars­son leik­ara og leik­stjóra. 

Mar­grét Jón­as­dótt­ir sagn­fræðing­ur og aðstoðardag­skrár­stjóri RÚV er ein­stak­lega góð í hönd­un­um og get­ur töfrað fram ótrú­leg­ustu flík­ur með prón­um og garni. Hún lærði að prjóna þegar hún var átta ára göm­ul og hef­ur síðan þá prjónað eins og vind­ur­inn. Henn­ar nýj­asta afurð er heil­galli sem hún prjónaði á Gísla Örn Garðars­son leik­ara og leik­stjóra. 

Þegar Mar­grét er spurð að því hvernig þessi heil­galli hafi komið til seg­ir hún að þetta sé ekki fyrsta flík­in sem hún prjóni á Gísla Örn. Hann á nú þegar prjóna­bux­ur og prjóna­hlýra­bol sem hún prjónaði á hann fyr­ir nokkr­um árum. Mar­grét fram­leiddi þætt­ina Nautn­ir norðurs­ins þar sem Gísli Örn ferðaðist um Ísland, Fær­eyj­ar og Græn­land og kynnti sér mat­ar­menn­ingu á þess­um stöðum. 

„Þegar ég var að vinna með Gísla Erni í sjón­varpsþátt­un­um Nautn­um norðurs­ins 2014 þá var hon­um alltaf svo kalt. Ég var alltaf með auka­föt með mér sem ég lánaði hon­um. Meðan við vor­um að keyra á milli staða við gerð þátt­anna sat ég alltaf aft­ast og prjónaði,“ seg­ir Mar­grét sem endaði á því að prjóna trefla á alla sem komu að þátt­un­um. Það kem­ur svo sem ekki á óvart því Mar­grét á mjög erfitt með að sitja auðum hönd­um. 

„Ég prjónaði þykk­ar ull­ar­bux­ur á Gísla Örn fyr­ir nokk­urm árum. Þær voru voða smart. Svo vildi hann fá hlýra­bol við bux­urn­ar og auðvitað fékk hann líka hlýra­bol. Svo vildi hann fá prjónaðan jakkafatajakka en ég hef ekki ennþá prjónað hann. Það verður kannski næsta verk­efni. Fyr­ir um ári síðan spurði hann mig að því hvort ég gæti prjónað á sig heil­galla því hon­um er alltaf svo kalt. Ég sagði auðvitað já því ég get ekki sagt nei við hann,“ seg­ir hún og hlær. 

Gísli Örn Garðarson og Margrét Jónasdóttir hafa þekkst lengi og …
Gísli Örn Garðar­son og Mar­grét Jón­as­dótt­ir hafa þekkst lengi og hafa unnið sam­an í verk­efn­um í gegn­um tíðina.

Mar­grét leitaði og leitaði að upp­skrift að heil­galla en fann aldrei neitt sem henni leist á. Það endaði með því að hún sendi mynd á Gísla Örn af smá­barnagalla og spurði hvort það væri eitt­hvað svona sem hann væri að leita að. Ekki stóð á svar­inu. 

„Ég sendi á hann mynd með norsku munstri að ofan og víðum skálm­um. Hann sagðist vilja svona - bara í öðrum lit,“ seg­ir Mar­grét og skell­ir upp úr. 

„Mér fannst þetta fyndið en var dágóða stund að hugsa hvernig ég gæti út­fært þetta. Svo þurfti ég að ákveða hvaða garn ætti að nota svo hnén á gall­an­um færu ekki að poka. Svo fann ég þetta fína garn og ákvað að byrja bara og finna út úr þessu á leiðinni. 15. janú­ar sendi ég hon­um skila­boð að ég væri búin að kaupa garn úr lamaull í Litlu prjóna­búðinni. Hann spurði strax hvort hann ætti að koma að máta. Ég sagði að það væri ekki tíma­bært því ég var rétt búin að fitja upp krag­ann.“

Á sín­um tíma þegar Mar­grét prjónaði bux­urn­ar og hlýra­bol­inn á Gísla Örn hafði hún fengið send mál af hon­um sem bresk­ur bún­inga­hönnuður tók þegar hann var að leika í seríu í Bretlandi. Eft­ir smá forn­leifa­upp­gröft í tölv­unni fann Mar­grét mál­in og gat haf­ist handa við prjóna­skap­inn. 

„Ég miðaði við þessi mál en þurfti að síkka erm­ar tölu­vert og líka bux­urn­ar. Hann mátaði reglu­lega á meðan á prjóna­skapn­um stóð,“ seg­ir Mar­grét. 

Það kannast kannski einhverjir við umhverfið á myndunum. Um er …
Það kann­ast kannski ein­hverj­ir við um­hverfið á mynd­un­um. Um er að ræða húsið sem sjón­varpsþáttaröðin Ver­búðin var tek­in upp í en Mar­grét býr í hús­inu.

Þegar Mar­grét er spurð að því hvernig hún hafi tíma fyr­ir all­an prjóna­skap­inn seg­ir hún að það veiti henni mikla hug­ar­ró að prjóna. 

„Ég er mjög fljót að prjóna og finnst gott að fá hug­ar­ró eft­ir lang­an vinnu­dag. Ég hvíli heil­ann meðan ég prjóna og horfi á góða seríu í spil­ar­an­um á RÚV. Þetta er eins og fíkn. Þegar ég er að gera eitt­hvað spenn­andi get ég ekki hætt,“ seg­ir hún og seg­ist oft taka hálf­tíma í viðbót og svo ann­an hálf­tíma ef vel geng­ur í prjóna­skapn­um. 

Mesta áskor­un­in við heil­gall­ann var að setja renni­lás en það hafði hún aldrei gert áður. 

„Ég var hrædd um að þetta yrði ekki fal­legt hjá mér svo ég fór með 35 ára gömlu sauma­vél­ina mína í yf­ir­haln­ingu. Ég fékk hana í stúd­ents­gjöf á sín­um tíma og vildi alls ekki að hún myndi flækja þegar ég reyndi að setja renni­lás­inn í,“ seg­ir Mar­grét og hlær. Aðspurð ð um næsta verk­efni seg­ist hún strax vera byrjuð á næsta stykki enda fell­ur henni aldrei verk úr hendi. Svo er dag­skrá­in á RÚV svo spenn­andi um pásk­ana og ef Mar­grét er söm við sig mun hún sitja föst fyr­ir fram­an sjón­varpið með prjón­ana. 

Margrét fitjaði upp 15. janúar og var ekki lengi að …
Mar­grét fitjaði upp 15. janú­ar og var ekki lengi að prjóna þessa glæsi­legu flík sem mun halda hita á Gísla Erni.
Hér má sjá hvernig gallinn lítur út að aftan.
Hér má sjá hvernig gall­inn lít­ur út að aft­an.
mbl.is