Óþekkjanleg á dreglinum

Fatastíllinn | 14. mars 2023

Óþekkjanleg á dreglinum

Leikkonan Mindy Kaling geislaði þegar hún mætti í partí Vanity Fair eftir Óskarsverðlaunahátíðina á Los Angeles á sunnudagskvöld. 

Óþekkjanleg á dreglinum

Fatastíllinn | 14. mars 2023

Mindy Kaling klæddist hvítum kjól frá Vera Wang á Óskarsverðlaunahátíðinni …
Mindy Kaling klæddist hvítum kjól frá Vera Wang á Óskarsverðlaunahátíðinni og glitrandi kjól frá Prabal Gurung í eftirpartíi Vanity Fair. Samsett mynd

Leik­kon­an Min­dy Kaling geislaði þegar hún mætti í partí Vanity Fair eft­ir Óskar­sverðlauna­hátíðina á Los Ang­eles á sunnu­dags­kvöld. 

Leik­kon­an Min­dy Kaling geislaði þegar hún mætti í partí Vanity Fair eft­ir Óskar­sverðlauna­hátíðina á Los Ang­eles á sunnu­dags­kvöld. 

Kaling skipti úr glæsi­leg­um Vera Wang-kjól yfir í glitrandi gull­kjól frá ind­verska hönnuðinum Pra­bal Gur­ung. Með henni í för var leik­ar­inn og góður vin­ur henn­ar D. J. Novak.

Leik­kon­an hef­ur grennst mikið á síðustu árum en hún ákvað að breyta um lífs­stíl eft­ir að hún eignaðist sitt annað barn í sept­em­ber árið 2020. 

Svelti sig ekki

Útlit Kaling á dregl­in­um fyr­ir par­tíið vakti at­hygli á sam­fé­lags­miðlum og höfðu aðdá­end­ur henn­ar áhyggj­ur af því að hún væri far­in að taka syk­ur­sýk­is­lyfið Ozempic, sem stund­um hef­ur verið „töfra­lyfið“ í Hollywood. 

Kaling hef­ur sjálf sagt í gegn­um árin að hún svelti sig ekki til að létt­ast, en hún hef­ur misst um 18 kíló á síðustu árum. Það hafi held­ur ekki hentað henni að fara á eitt­hvað ákveðið mataræði held­ur fór hún að borða minna af því sem hún borðaði. 

Kaling var stórglæsileg á sunnudagskvöld.
Kaling var stór­glæsi­leg á sunnu­dags­kvöld. AFP/​Amy Sussman
B.J. Novak og Kaling.
B.J. Novak og Kaling. AFP/​Amy Sussman
Kaling var fyrst í kjól frá Vera Wang.
Kaling var fyrst í kjól frá Vera Wang. AFP/​Arturo Hol­mes
mbl.is