Birti nektarmynd eftir atvikið með „skúrkinum“

Óskarsverðlaunin 2023 | 15. mars 2023

Birti nektarmynd eftir atvikið með „skúrkinum“

Margir hafa eflaust séð myndskeið af óþægilegasta atviki Óskarsverðlaunanna sem hefur verið í dreifingu á samfélags- og fjölmiðlum síðustu daga. Fyrirsætan Ashley Graham virðist ekki kippa sér upp við fjölmiðlaumfjöllunina og birti nektarmynd af sér á Instagram-reikningi sínum. 

Birti nektarmynd eftir atvikið með „skúrkinum“

Óskarsverðlaunin 2023 | 15. mars 2023

Myndskeið af ofurfyrirsætunni Ashley Graham og breska leikaranum Hugh Grant …
Myndskeið af ofurfyrirsætunni Ashley Graham og breska leikaranum Hugh Grant hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Samsett mynd

Marg­ir hafa ef­laust séð mynd­skeið af óþægi­leg­asta at­viki Óskar­sverðlaun­anna sem hef­ur verið í dreif­ingu á sam­fé­lags- og fjöl­miðlum síðustu daga. Fyr­ir­sæt­an Ashley Gra­ham virðist ekki kippa sér upp við fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina og birti nekt­ar­mynd af sér á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um. 

Marg­ir hafa ef­laust séð mynd­skeið af óþægi­leg­asta at­viki Óskar­sverðlaun­anna sem hef­ur verið í dreif­ingu á sam­fé­lags- og fjöl­miðlum síðustu daga. Fyr­ir­sæt­an Ashley Gra­ham virðist ekki kippa sér upp við fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina og birti nekt­ar­mynd af sér á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um. 

Í mynd­skeiðinu sem um ræðir reyn­ir Gra­ham að spjalla við breska leik­ar­ann Hugh Grant sem virðist hafa farið öf­ugu meg­in fram úr rúm­inu. Hún reyn­ir að spyrja hann nokk­urra al­gengra spurn­inga sem heyr­ast ósjald­an á rauða dregl­in­um, en leik­ar­inn vildi hrein­lega ekki segja henni neitt. 

Nak­in á In­sta­gram

Gra­ham hef­ur hlotið mikið hrós fyr­ir það hvernig hún brást við fram­komu leik­ar­ans. Þrátt fyr­ir stutt svör og und­ar­lega hegðun Grant hélt hún sínu stiki.  „Veistu hvað, mamma mín sagði alltaf við mig að ég ætti að drekkja fólki í góðvild, þannig þar hafið þið það,“ sagði hún um at­vikið í viðtali við TMZ.

Sól­ar­hringi síðar birti fyr­ir­sæt­an myndaröð frá helg­inni á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um. Fremst í færsl­unni birti hún nekt­ar­mynd af sér þar sem hún held­ur á ljósri drapp­litaðri Etro-tösku. 

mbl.is