Í 26 ára gömlum kjól af mömmu

Fatastíllinn | 15. mars 2023

Í 26 ára gömlum kjól af mömmu

Hin 15 ára gamla Valentina Pinault mætti með móður sinni, leikkonunni Sölmu Hayek, á Óskarsverðlaunahátíðina á sunnudagskvöld.

Í 26 ára gömlum kjól af mömmu

Fatastíllinn | 15. mars 2023

Mæðgurnar Salma Hayek og Valentina Pinault.
Mæðgurnar Salma Hayek og Valentina Pinault. AFP/Frederick J. Brown

Hin 15 ára gamla Valent­ina Pi­nault mætti með móður sinni, leik­kon­unni Sölmu Hayek, á Óskar­sverðlauna­hátíðina á sunnu­dags­kvöld.

Hin 15 ára gamla Valent­ina Pi­nault mætti með móður sinni, leik­kon­unni Sölmu Hayek, á Óskar­sverðlauna­hátíðina á sunnu­dags­kvöld.

Hin unga Valent­ina var í göml­um kjól af mömmu sinni, kjól sem er í raun 11 ára göm­ul en hún sjálf. 

Mæðgurn­ar voru í stíl, Hayek í rauðapp­el­sínu­gul­um glitrandi kjól og Valent­ina í rauðum kjól. Kjóll­inn sem Valent­ina klædd­ist er frá Isaac Mizra­hi en Hayek klædd­ist hon­um fyrst árið 1997. 

Þá mætti hún á Fire & Ice góðgerðar­kvöld á vegn­um Revlon/​UCLA-stofn­un­ar­inn­ar sem rann­sak­ar brjóstakrabba­mein. 

Að þessu sinni á Óskarn­um var Hayek í kjól frá Gucci. 

Hayek í Gucci og dóttir hennar í Isaac Mizrahi.
Hayek í Gucci og dótt­ir henn­ar í Isaac Mizra­hi. AFP/​Mike Coppola
mbl.is