Óvenju löng kuldatíð í Skagafirði

Frost á Fróni | 15. mars 2023

Óvenju löng kuldatíð í Skagafirði

„Þetta er búinn að vera óvenju langur kuldakafli,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Frost mældist 20,4 stig á Sauðárkróki í dag.

Óvenju löng kuldatíð í Skagafirði

Frost á Fróni | 15. mars 2023

Ekki er óalgengt að mikið frost sé í Skagafirði á …
Ekki er óalgengt að mikið frost sé í Skagafirði á þessum árstíma, en kuldatíðin hefur þó varað óvenju lengi, að sögn Sigfúsar. Ljósmynd/Harpa Sif Jónsdóttir

„Þetta er bú­inn að vera óvenju lang­ur kuldakafli,“ seg­ir Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Skaga­fjarðar. Frost mæld­ist 20,4 stig á Sauðár­króki í dag.

„Þetta er bú­inn að vera óvenju lang­ur kuldakafli,“ seg­ir Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Skaga­fjarðar. Frost mæld­ist 20,4 stig á Sauðár­króki í dag.

„Það hef­ur verið mjög kalt á nótt­unni und­an­farið, á bil­inu fimmtán til tutt­ugu stiga frost, en það er auðvitað hærra hita­stig yfir dag­inn,“ seg­ir Sig­fús í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ist ekki muna eft­ir svo mikl­um kulda það sem af er ári.

„Þetta hef­ur helst áhrif á þá sem eru með úti­hús sem eru kannski ekk­ert vel ein­angruð. Það get­ur verið kuldi í brynn­ing­um fyr­ir skepn­ur og fleira.“

Mælifellshnjúkur að vetri.
Mæli­fells­hnjúk­ur að vetri. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki haft áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins

Ekki er óal­gengt að mikið frost sé í Skagaf­irði á þess­um árs­tíma, en kuldatíðin hef­ur þó varað óvenju lengi, að sögn Sig­fús­ar.

„Bæði núna og í des­em­ber, þá var ansi lang­ur frost­kafli. Þetta er ekki bú­inn að vera beint harður vet­ur í formi þess að það séu ein­hver stórviðri en það eru bún­ir að vera lang­ir frost­kafl­ar þenn­an vet­ur­inn.“

Spurður hvort kuld­inn í dag hafi haft áhrif á starf­semi í sveit­ar­fé­lag­inu svar­ar Sig­fús neit­andi.

„Það hef­ur allt hald­ist í góðu standi hjá okk­ur í dag. Um helg­ina þurft­um við aðeins að tak­marka vatnið í upp­hit­un á gervi­grasvell­in­um á Sauðár­króki, en að öðru leyti hef­ur þetta bara gengið vel.“

Sund­laug­ar enn opn­ar

Þá hef­ur ekki þurft að loka sund­laug­um í sveit­ar­fé­lag­inu eins og gert var í des­em­ber. Var þá um að ræða fyr­ir­byggj­andi aðgerð til að for­gangsraða heitu vatni til heim­ila, þar sem mikið álag var á hita­veitu­kerfi Skaga­fjarðar vegna kuld­ans.

„Við fór­um í aðgerðir um ára­mót­in í að afla meira af heitu vatni bæði í Varma­hlíð og á Sauðár­króki, en í kuldakafl­an­um í des­em­ber þurft­um við að loka sund­laug­um á þeim stöðum. Þannig að þetta hafði áhrif þá, við þurft­um að fara í ákveðnar aðgerðir til að bæta úr,“ seg­ir Sig­fús.

mbl.is