Tvisvar á Óskarnum í sama kjólnum

Lífsstílsbreyting | 15. mars 2023

Tvisvar á Óskarnum í sama kjólnum

Ástralska leikkonan, Rebel Wilson var öll hin stórglæsilegasta þegar hún mætti á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum, ásamt unnustu sinni, Ramónu Agruma. Wilson klæddist kjól sem hún hefur klæðst áður, hannaður af Jason Wu. Hún mætti í einum og sama kjólnum á hátíðina árið 2020, þar sem hún steig á svið sem kynnir og einnig í Vanity Fair partýið að hátíðinni lokinni. 

Tvisvar á Óskarnum í sama kjólnum

Lífsstílsbreyting | 15. mars 2023

Gamanleikkonan Rebel Wilson á Óskarsverðlaununum 2023
Gamanleikkonan Rebel Wilson á Óskarsverðlaununum 2023 AMY SUSSMAN

Ástr­alska leik­kon­an, Re­bel Wil­son var öll hin stór­glæsi­leg­asta þegar hún mætti á rauða dreg­il­inn á Óskar­sverðlaun­un­um, ásamt unn­ustu sinni, Ramónu Agruma. Wil­son klædd­ist kjól sem hún hef­ur klæðst áður, hannaður af Ja­son Wu. Hún mætti í ein­um og sama kjóln­um á hátíðina árið 2020, þar sem hún steig á svið sem kynn­ir og einnig í Vanity Fair partýið að hátíðinni lok­inni. 

Ástr­alska leik­kon­an, Re­bel Wil­son var öll hin stór­glæsi­leg­asta þegar hún mætti á rauða dreg­il­inn á Óskar­sverðlaun­un­um, ásamt unn­ustu sinni, Ramónu Agruma. Wil­son klædd­ist kjól sem hún hef­ur klæðst áður, hannaður af Ja­son Wu. Hún mætti í ein­um og sama kjóln­um á hátíðina árið 2020, þar sem hún steig á svið sem kynn­ir og einnig í Vanity Fair partýið að hátíðinni lok­inni. 

Aðdá­end­ur Pitch Per­fect stjörn­unn­ar voru fljót­ir að hrósa henni há­stert á sam­fé­lags­miðlum, bæði fyr­ir það að end­ur­nýta kjól­inn og sömu­leiðis fyr­ir að sýna já­kvætt for­dæmi. 

Wil­son tók sig til í nóv­em­ber 2020 og hóf það sem hún kallaði „ár heils­unn­ar“ og endaði á því að missa um 30 kg. Hún vildi létt­ast til þess að auka mögu­leika sína á því að ganga með barn. Wil­son endaði þrátt fyr­ir það á að eign­ast dótt­ur, Royce Lilli­an með hjálp staðgöngumóður. 

Það er óljóst, hvers kon­ar breyt­ing­ar þurfti að gera á kjóln­um en sama hvað þá var Wil­son jafn­glæsi­leg í þess­ari Ja­son Wu hönn­un, 2020 og 2023.  

mbl.is