Gæti aukið arðsemina í íslenskum sjávarútvegi

Gæti aukið arðsemina í íslenskum sjávarútvegi

Sigmar Guðbjörnsson hafði unnið að þróun nýrrar tækni fyrir farsíma í Danmörku þegar hann stofnaði fyrirtækið Stjörnu-Odda árið 1985.

Gæti aukið arðsemina í íslenskum sjávarútvegi

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 16. mars 2023

Sigmar Guðbjörnsson er þekktur um heim allan fyrir hugvit sitt.
Sigmar Guðbjörnsson er þekktur um heim allan fyrir hugvit sitt. Kristinn Magnússon

Sig­mar Guðbjörns­son hafði unnið að þróun nýrr­ar tækni fyr­ir farsíma í Dan­mörku þegar hann stofnaði fyr­ir­tækið Stjörnu-Odda árið 1985.

Sig­mar Guðbjörns­son hafði unnið að þróun nýrr­ar tækni fyr­ir farsíma í Dan­mörku þegar hann stofnaði fyr­ir­tækið Stjörnu-Odda árið 1985.

Eft­ir að hafa þróað vör­ur sem meðal ann­ars jap­anska fyr­ir­tækið Pana­sonic notaði við smíði farsíma flutti hann heim með fjöl­skyldu sinni og hóf að byggja upp fyr­ir­tækið á Íslandi.

Fljót­lega eft­ir heim­kom­una fór Sig­mar að ein­beita sér að þróun lít­illa mæli­tækja sem voru meðal ann­ars notuð við rann­sókn­ir á hrygn­ing­arþorski við Ísland.

Sam­starf við NASA

Sig­mar og sam­starfs­menn hafa síðan þróað fleiri vör­ur og hef­ur Stjörnu-Oddi meðal ann­ars átt í sam­starfi við Geim­vís­inda­stofn­un Banda­ríkj­anna, NASA, og vel­gjörðarsjóð Melindu og Bill Gates.

Meðal nýj­unga hjá fyr­ir­tæk­inu er þróun búnaðar sem gæti aukið arðsemi í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi.

Sér fisk­inn í raun­tíma

„Við erum að prófa búnað fyr­ir veiðarfæri á fiski­skip­um, nán­ar til­tekið troll. Frum­gerð hans verður prófuð hjá Brimi síðar í þess­um mánuði. Með hon­um mun skip­stjór­inn geta séð fisk­ana koma inn í trollið í raun­tíma en búnaður­inn er með gervi­greind sem grein­ir teg­und­ir og stærð fiska,“ seg­ir Sig­mar en ít­ar­lega er rætt við hann í blaði dags­ins.

Lesa má ít­ar­legt viðtal við Sig­mar í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út í gær.

mbl.is