Snjóflóð fallið og varað við frekari hættu

Frost á Fróni | 16. mars 2023

Snjóflóð fallið og varað við frekari hættu

Varað er við töluverðri hættu á snjóflóðum á Austfjörðum, í innanverðum Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga.

Snjóflóð fallið og varað við frekari hættu

Frost á Fróni | 16. mars 2023

Frá flóðinu í Harðskafa.
Frá flóðinu í Harðskafa. Ljósmynd/Veðurstofan

Varað er við tölu­verðri hættu á snjóflóðum á Aust­fjörðum, í inn­an­verðum Eyjaf­irði og á ut­an­verðum Trölla­skaga.

Varað er við tölu­verðri hættu á snjóflóðum á Aust­fjörðum, í inn­an­verðum Eyjaf­irði og á ut­an­verðum Trölla­skaga.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni kem­ur fram að eft­ir marga daga af élja­gangi og skafrenn­ingi á Norður­landi og Aust­fjörðum hafi byggst upp svo­kallaðir óstöðugir vind­flek­ar.

Horft að hlíðinni á Harðskafa.
Horft að hlíðinni á Harðskafa. Ljós­mynd/​Veður­stof­an

Féllu á þriðju­dag eða aðfaranótt miðviku­dags

„Auk þess hef­ur verið kalt í lengri tíma og við þau skil­yrði er lík­legt að kantaðir krist­all­ar vaxi og myndi veik lög í snjón­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Tekið er fram að nokk­ur snjóflóð hafi fallið á Aust­fjörðum síðustu daga, þau stærstu í ná­grenni við Eskifjörð. Mynd­ir fylgja og sýna flóð í Harðskafa sem féllu á þriðju­dag­inn eða aðfaranótt miðviku­dags. Hlíðin þar sem þau féllu snýr í suður.

Flóð í Múlakollu uppgötvaðist í morgun.
Flóð í Múla­kollu upp­götvaðist í morg­un. Ljós­mynd/​Veður­stof­an

Fleka­flóð fyr­ir norðan

Einnig hafa fallið fleka­flóð á Trölla­skaga og í Skagaf­irði. Meðal ann­ars upp­götvaðist flóð í Múla­kollu í morg­un. Það er í hlíð sem vís­ar til norðvest­urs.

Veður­stof­an mæl­ist til þess að úti­vistar­fólk fari var­lega, kynni sér snjóflóðaspár, meti aðstæður og fylg­ist með vís­bend­ing­um um snjóflóðahættu.

mbl.is