25 sakborningar, 25 lögmenn og 1 dómari

25 sakborningar, 25 lögmenn og 1 dómari

Bankastræti Club-málið svokallaða verður þingfest á morgun. Alls eru sakborningar 25 og hver þeirra er með einn lögmann á sínum snærum. Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómstjóri segir fjölda sakborninga fordæmalausan í Héraðsdómi Reykjavíkur.

25 sakborningar, 25 lögmenn og 1 dómari

Stunguárás á Bankastræti Club | 20. mars 2023

Skemmtistaðurinn Bankastræti club var vettvangur árásarinnar.
Skemmtistaðurinn Bankastræti club var vettvangur árásarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Banka­stræti Club-málið svo­kallaða verður þing­fest á morg­un. Alls eru sak­born­ing­ar 25 og hver þeirra er með einn lög­mann á sín­um snær­um. Ingi­björg Þor­steins­dótt­ir dóm­stjóri seg­ir fjölda sak­born­inga for­dæma­laus­an í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Banka­stræti Club-málið svo­kallaða verður þing­fest á morg­un. Alls eru sak­born­ing­ar 25 og hver þeirra er með einn lög­mann á sín­um snær­um. Ingi­björg Þor­steins­dótt­ir dóm­stjóri seg­ir fjölda sak­born­inga for­dæma­laus­an í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Við þing­fest­ingu er kallað eft­ir af­stöðu sak­born­inga til sak­argifta og því öll­um gert að mæta fyr­ir dóm. Að lág­marki munu því 50 manns vera fyr­ir dómn­um og eru þá ótald­ir aðstand­end­ur sem gætu komið til að fylgj­ast með.

Hleypt inn í holl­um 

„Það hafa aldrei verið fleiri sak­born­ing­ar í sögu Héraðsdóms Reykja­vík­ur,“ seg­ir Ingi­björg.

Þingfesting fer fram í dómsal 101.
Þing­fest­ing fer fram í dómsal 101. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ingi­björg seg­ir að ákveðið hafi verið að hleypa sak­born­ing­um inn í holl­um vegna þessa. „Við kom­umst að þeirri niður­stöðu að ekki væri þörf á að hafa alla inni í einu,“ seg­ir Ingi­björg.

Hún seg­ir dómsal 101 rúm­góðan sal en engu að síður hafi komið til álita að koma upp fjar­fund­ar­búnaði í dómsal 102 en síðar ákveðið að svo yrði ekki.

Hverj­um og ein­um skipaður verj­andi 

Ingi­björg seg­ir að eng­ar regl­ur séu þess efn­is að lögmaður geti ekki verið með tvo skjól­stæðinga á sín­um snær­um. Hins veg­ar hafi í þessu til­felli hafi sak­born­ing­um verið út­hlutað ólík­um lög­mönn­um. „Hverj­um og ein­um var skipaður verj­andi og það er því einn á mann,“ seg­ir Ingi­björg.

Hún seg­ir alls kost­ar óvíst að sama staða verði uppi á ten­ingn­um þegar kem­ur að aðalmeðferð. Þannig gæti legið fyr­ir játn­ing eft­ir morg­undag­inn, eða játn­ing á at­vik­um en ekki heim­færsla und­ir refsi­á­kvæði. „Þetta kem­ur ekki í ljós fyrr en málið fer af stað. Þetta er bara fyrsti snerti­flöt­ur við dóms­kerfið,“ seg­ir Ingi­björg.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Ingi­björg Þor­steins­dótt­ir mbl.is/​Hari

Ólík aðkoma að mál­inu 

Í ákæru eru ell­efu sak­born­ing­ar sagðir hafa ruðst grímu­klædd­ir inn á Banka­stræti Club og veist þar að þrem­ur mönn­um. Einn hinna ákærðu er sagður hafa stungið menn­ina þrjá með hníf en sá hef­ur verið í gæslu­v­arðhaldi. Er hann ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps.

Hinum tíu er gert að hafa ráðist að þre­menn­ing­un­um með hnefa­högg­um og spörk­um og einn þeirra er sagður hafa notað kylfu í árás­inni.

Fjór­tán til viðbót­ar eru ákærðir fyr­ir hlut­deild í árás­inni með því að hafa ruðst grímu­klædd­ir inn á skemmti­staðinn, verið inn í hús­næðinu á meðan árás­inni stóð og verið þannig ógn­un við menn­ina þrjá. Þannig hafi þeir veitt árás­ar­mönn­un­um liðsinni í verki.

Menn­irn­ir þrír sem ráðist var á krefjast þess að hóp­ur­inn verði dæmd­ur til að greiða þeim sam­tals 15 millj­ón­ir í bæt­ur.

mbl.is