Viðvaranir gætu verið í gildi fram á miðvikudag

Frost á Fróni | 20. mars 2023

Viðvaranir gætu verið í gildi fram á miðvikudag

Vindhviður mælast nú 35 metrar á sekúndu við Reynisfjall í Mýrdal að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Viðvaranir gætu verið í gildi fram á miðvikudag

Frost á Fróni | 20. mars 2023

Veglokun við Vík í Mýrdal 30. janúar 2023. Hringvegurinn er …
Veglokun við Vík í Mýrdal 30. janúar 2023. Hringvegurinn er enn opinn þegar fréttin er skrifuð en það gæti breyst þegar það fer að snjóa í nótt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vind­hviður mæl­ast nú 35 metr­ar á sek­úndu við Reyn­is­fjall í Mýr­dal að sögn veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Vind­hviður mæl­ast nú 35 metr­ar á sek­úndu við Reyn­is­fjall í Mýr­dal að sögn veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Gul­ar veðurviðvar­an­ir hafa þegar tekið gildi á Suður­landi og Suðaust­ur­landi en Miðhá­lendið og Vest­f­irðir munu einnig fá að finna fyr­ir óveðrinu.

Viðvar­an­ir gilda til miðnætt­is þriðju­dags­kvöld en að sögn veður­fræðings Veður­stof­unn­ar gætu þær verið í gildi fram á miðviku­dag. 

Skyggni gæti versnað þar sem vind­ur er mik­ill er það fer að snjóa í nótt. Á milli klukk­an 6 og 9 í fyrra­málið nær óveðrið hápunkti sín­um.

Vík í Mýrdal. Fremst er Reynisfjall.
Vík í Mýr­dal. Fremst er Reyn­is­fjall. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is