Netárás gerð á Ferrari

Netárásir | 21. mars 2023

Netárás gerð á Ferrari

Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari greindi frá því í gærkvöldi að netárás hafi verið gerð á fyrirtækið þar sem ætlunin var að sækja trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini. 

Netárás gerð á Ferrari

Netárásir | 21. mars 2023

Merki ítalska bílaframleiðands Ferrari.
Merki ítalska bílaframleiðands Ferrari. AFP/Giuseppe Cacace

Ítalski bíla­fram­leiðand­inn Ferr­ari greindi frá því í gær­kvöldi að netárás hafi verið gerð á fyr­ir­tækið þar sem ætl­un­in var að sækja trúnaðar­upp­lýs­ing­ar um viðskipta­vini. 

Ítalski bíla­fram­leiðand­inn Ferr­ari greindi frá því í gær­kvöldi að netárás hafi verið gerð á fyr­ir­tækið þar sem ætl­un­in var að sækja trúnaðar­upp­lýs­ing­ar um viðskipta­vini. 

Í yf­ir­lýs­ingu sagði Ferr­ari að þrjót­arn­ir kræf­ust lausn­ar­gjalds sem fyr­ir­tækið neitaði að greiða. Verið sé að vinna að því að styrkja ör­yggis­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins. 

Þá sagði í yf­ir­lýs­ing­unni að netárás­in hefði ekki haft áhrif á fram­leiðslu Ferr­ari. 

Eng­um upp­lýs­ing­um lekið

„Ferr­ari barst ný­lega hót­un þar sem krafðist var lausn­ar­gjalds fyr­ir trúnaðar­upp­lýs­ing­ar viðskipta­vina,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Þrjót­arn­ir fengu upp­lýs­ing­ar um nöfn, heim­il­is­föng, tölvu­pósta og síma­núm­er viðskipta­vina en ekki ban­ka­upp­lýs­ing­ar sagði talsmaður Ferr­ari við AFP-frétta­veit­una. 

„Sam­kvæmt okk­ar upp­lýs­ing­um hafa trúnaðar­upp­lýs­ing­arn­ar ekki verið op­in­beraðar á in­ter­net­inu. Við fylgj­umst náið með stöðunni.“

Þá sagði í yf­ir­lýs­ing­unni að Benedetto Vigna, fram­kvæmda­stjóri Ferr­ari, hafi haft sam­band við alla viðskipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins til þess að greina þeim frá árás­inni.  

mbl.is