Fjórir 60 milljóna EXIT-jeppar í umferðinni hérlendis

Hönnun | 22. mars 2023

Fjórir 60 milljóna EXIT-jeppar í umferðinni hérlendis

Norsku útrásarvíkingarnir eru mættir aftur á sjónvarpsskjáinn í þriðju seríunni af EXIT. Aðalgaurinn í þáttunum, Adam Veile, sem leikinn er af Simon J. Berger, er alltaf flottastur á því. Allavega þegar kemur að veraldlegum eigum. Hann snertir ekki á neinu nema það sé fyrsta flokks. Hegðun og smekkur Adams rímar svo sem við smekk útrásar-frænda þeirra á Íslandi. Nema þeir íslensku voru hrifnari af Range Rover. 

Fjórir 60 milljóna EXIT-jeppar í umferðinni hérlendis

Hönnun | 22. mars 2023

Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í …
Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í þriðju þáttaröðinni af EXIT. Ljósmynd/Samsett

Norsku út­rás­ar­vík­ing­arn­ir eru mætt­ir aft­ur á sjón­varps­skjá­inn í þriðju serí­unni af EXIT. Aðal­gaur­inn í þátt­un­um, Adam Veile, sem leik­inn er af Simon J. Ber­ger, er alltaf flott­ast­ur á því. Alla­vega þegar kem­ur að ver­ald­leg­um eig­um. Hann snert­ir ekki á neinu nema það sé fyrsta flokks. Hegðun og smekk­ur Adams rím­ar svo sem við smekk út­rás­ar-frænda þeirra á Íslandi. Nema þeir ís­lensku voru hrifn­ari af Range Rover. 

Norsku út­rás­ar­vík­ing­arn­ir eru mætt­ir aft­ur á sjón­varps­skjá­inn í þriðju serí­unni af EXIT. Aðal­gaur­inn í þátt­un­um, Adam Veile, sem leik­inn er af Simon J. Ber­ger, er alltaf flott­ast­ur á því. Alla­vega þegar kem­ur að ver­ald­leg­um eig­um. Hann snert­ir ekki á neinu nema það sé fyrsta flokks. Hegðun og smekk­ur Adams rím­ar svo sem við smekk út­rás­ar-frænda þeirra á Íslandi. Nema þeir ís­lensku voru hrifn­ari af Range Rover. 

Hann drekk­ur dýrt kaffi í einnota ferðamáli, ferðast um í einkaþotu, klæðist dýr­um merkja­vöru­föt­um, býr í sér­legu góðæris­húsi sem er prýtt smört­ustu hús­gögn­um sem hægt er að eiga. Þar má sjá Arco-lamp­ann frá Flos, Mont­ana-hill­ur og Hä­stens-rúm svo eitt­hvað sé upp­talið. 

Í þriðju serí­unni er Adam kom­inn á Benz-jepp­ann Mercedes-AMG G63. Hann er aft­ur á móti á dýr­ari út­gáfu sem nefn­ist Bra­bus og kost­ar yfir 100 millj­ón­ir. Bíll­inn gef­ur það til kynna að hann sé bú­inn að sigra heim­inn enda ekki á færi venju­legs fólks að eign­ast slík­an grip.

Mercedes-AMG G63 kost­ar um 60 millj­ón­ir króna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bíl­greina­sam­band­inu eru fjór­ir sams­kon­ar bíl­ar í um­ferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slík­ir grip­ir flutt­ir inn og á þessu ári bætt­ust tveir til viðbót­ar. Einn var flutt­ur inn í janú­ar og hinn í fe­brú­ar. Allt eru þetta bíl­ar sem ganga fyr­ir bens­íni.  

Í síðustu viku var fjallað ít­ar­lega um Mercedes-AMG G63 í Bíla­blaði Viðskipta­blaðsins. 

mbl.is