Lét frysta eggin á fertugsaldri

Frægar fjölskyldur | 2. apríl 2023

Lét frysta eggin á fertugsaldri

Leikkonan Priyanka Chopra Jones lét frysta úr sér egg þegar hún var komin á fertugsaldur. Hún ræddi þá ákvörðun í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert þar sem hún sagðist hafa upplifað ákveðið frelsi í kjölfarið. 

Lét frysta eggin á fertugsaldri

Frægar fjölskyldur | 2. apríl 2023

Priyanka Chopra lét frysta eggin í sér þegar hún var …
Priyanka Chopra lét frysta eggin í sér þegar hún var komin á fertugsaldur og eignaðist dótturina Malti Marie með eiginmanni sínum, Nick Jonas, í fyrra. AFP

Leik­kon­an Priyanka Chopra Jo­nes lét frysta úr sér egg þegar hún var kom­in á fer­tugs­ald­ur. Hún ræddi þá ákvörðun í hlaðvarpsþætt­in­um Armchair Expert þar sem hún sagðist hafa upp­lifað ákveðið frelsi í kjöl­farið. 

Leik­kon­an Priyanka Chopra Jo­nes lét frysta úr sér egg þegar hún var kom­in á fer­tugs­ald­ur. Hún ræddi þá ákvörðun í hlaðvarpsþætt­in­um Armchair Expert þar sem hún sagðist hafa upp­lifað ákveðið frelsi í kjöl­farið. 

„Ég gerði þetta snemma á fer­tugs­aldri. Ég gerði þetta svo ég gæti haldið áfram að vinna þar sem ég vissi að ég vildi kom­ast á ákveðinn stað á ferl­in­um fyr­ir barneign­ir. Ég vildi kom­ast á ákveðinn punkt,“ sagði leik­kon­an.

„Ég hafði sömu­leiðis ekki kynnst mann­eskj­unni sem ég vildi eign­ast börn með. Það vakti upp viss­an kvíða. Ég var 35 ára að verða 36 ára og móðir mín, sem er kven­sjúk­dóma­lækn­ir, ráðlagði mér að láta frysta úr mér egg.“

Líf­fræðilega klukk­an tif­ar

„Ég segi öll­um vin­um mín­um að líf­fræðilega klukk­an sé raun­veru­leg og að hún sé tif­andi,“ sagði Chopra. „Það verður mun erfiðara að reyna að verða ólétt eft­ir 35 ára sem og að ganga með barn, full­an meðgöngu­tíma, sér­stak­lega fyr­ir kon­ur sem hafa verið að vinna allt sitt líf.“

„Núna eru vís­ind­in á svo ótrú­leg­um stað. Þetta er besta gjöf­in sem þú get­ur gefið sjálf­um þér. Þú tek­ur mátt­inn úr líf­fræðilegu klukk­unni og get­ur áfram leyft þér að vinna eins lengi og þú vilt. Egg­in í þér verða áfram á sama aldri og þau voru þegar þú lést frysta þau,“ bætti hún við.

Var ef­ins með eig­in­mann­inn í byrj­un

„Ég vissi alltaf að ég vildi eign­ast börn og það er ein stærsta ástæðan á bak við það af hverju ég vildi upp­haf­lega ekki byrja með Nick Jon­as,“ sagði Chopra sem er tíu árum eldri en Jon­as. 

„Ég hugsaði strax með mér: „Ég ef­ast um að hann vilji eign­ast börn, aðeins 25 ára gam­all“,“ sagði hún um nú­ver­andi eig­in­mann sinn. 

Chopra og Jon­as giftu sig árið 2018 og eignuðust dótt­ur­ina Malti Marie hinn 15. janú­ar 2022 með hjálp staðgöngumóður.

mbl.is