Ómótstæðilegar páskaskreytingar Þórdísar

Páskar | 2. apríl 2023

Ómótstæðilegar páskaskreytingar Þórdísar

Þórdís Zophía er í draumavinnunni en hún vinnur í kringum blóm alla daga sem blómaskreytir. Þórdísi finnst fallegast að vinna með náttúrulegar skreytingar og það gerði hún einmitt þegar hún skreytti og lagði á tvö mismunandi páskaborð.

Ómótstæðilegar páskaskreytingar Þórdísar

Páskar | 2. apríl 2023

Þórdís er listakona þegar kemur að því að skreyta fallega.
Þórdís er listakona þegar kemur að því að skreyta fallega. Samsett mynd

Þór­dís Zoph­ía er í drauma­vinn­unni en hún vinn­ur í kring­um blóm alla daga sem blóma­skreyt­ir. Þór­dísi finnst fal­leg­ast að vinna með nátt­úru­leg­ar skreyt­ing­ar og það gerði hún ein­mitt þegar hún skreytti og lagði á tvö mis­mun­andi páska­borð.

Þór­dís Zoph­ía er í drauma­vinn­unni en hún vinn­ur í kring­um blóm alla daga sem blóma­skreyt­ir. Þór­dísi finnst fal­leg­ast að vinna með nátt­úru­leg­ar skreyt­ing­ar og það gerði hún ein­mitt þegar hún skreytti og lagði á tvö mis­mun­andi páska­borð.

„Und­an­far­in ár hafa pásk­arn­ir verið anna­tími og ég hef unnið mikið þannig að páska­dag­ur hef­ur verið í faðmi fjöl­skyld­unn­ar, það hef­ur verið slök­un og góður mat­ur,“ seg­ir Þór­dís um sín­ar páska­hefðir. Hún not­ar kirsu­berja­grein­ar, euca­lypt­us og set­ur túlí­pana í vasa. Auk þess elsk­ar hún fal­leg­ar serv­ét­t­ur. Aðspurð um helstu tísku­strauma í skreyt­ing­um seg­ir hún að smekk­ur fólks sé mis­jafn.

„Minn smekk­ur er allt sem nátt­úru­leg­ast, lauk­ar, mosi og fjaðrir er sí­gilt.“

Ljós dúkur kemur vel út við tauservíetturnar.
Ljós dúk­ur kem­ur vel út við tauserví­ett­urn­ar. Ljós­mynd/Á​rni Sæ­berg
Egg í skál gera mikið fyrir borðið.
Egg í skál gera mikið fyr­ir borðið. Ljós­mynd/Á​rni Sæ­berg

Skipt­ir máli að hafa fal­legt í kring­um sig þegar fólk borðar?

„Tví­mæla­laust, þó í mínu til­felli sé ég eins og smiðirn­ir sem smíða minnst heima hjá sér. Að halda fal­legt mat­ar­boð fel­ur líka í sér að leggja alúð í að gera borðið fal­legt og það hef­ur auk­ist mikið hjá fólki.“

Þegar hún er spurð um mat­ar­hefðir tengda pásk­um seg­ir hún að lamba­kjöt sé ómiss­andi.

„Norðlenska lamba­kjötið klikk­ar ekki, ann­ars er eng­in regla um pásk­ana og það get­ur verið breyti­legt.“

Bleikt er líka páskalegt.
Bleikt er líka páska­legt. Ljós­mynd/Á​rni Sæ­berg
Páskaservéttur og fallegar diskamottur koma þér langt um páskana.
Páskaserv­ét­t­ur og fal­leg­ar diskamott­ur koma þér langt um pásk­ana. Ljós­mynd/Á​rni Sæ­berg

Blóm segja allt sem segja þarf

Þór­dís skreytti tvö mis­mun­andi páska­borð fyr­ir páska­blaðið. „Ég vinn í Garðheim­um þannig að mikið af skreyt­ing­ar­efn­inu kem­ur þaðan, mér finnst gam­an að hafa fal­leg­an dúk eða lö­ber, fal­leg kerti og öll þessi litlu smá­atriði finnst mér gam­an að og ekki endi­lega ein­ung­is gult. Fal­leg blóm eru nauðsyn­leg og ég sá þenn­an dá­sam­lega ran­uncul­us hjá henni Elísu hjá 4 árstíðum. Mér finnst alltaf gam­an að skoða mig um í fal­leg­um blóma­búðum. Mér finnst nátt­úru­leg­ir vend­ir og skreyt­ing­ar alltaf fal­leg­ast, hvort sem það eru pásk­ar, jól eða hvað sem er í gangi.“

Páskakanínan er skemmtilegt skraut.
Páskak­an­ín­an er skemmti­legt skraut. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þór­dís hef­ur alltaf verið skap­andi og seg­ist hafa elskað blóm frá því að hún var lít­il. „Blóm segja allt sem segja þarf í sorg og í gleði,“ seg­ir hún. Henni finnst skemmti­leg­ast að skreyta fyr­ir brúðkaup. „Mér þykir skemmti­leg­ast að skreyta borð fyr­ir brúðkaup og að gera brúðar­vendi, það er al­gjör­lega mitt jóga og hjartað mitt nær­ist þegar fólk er ham­ingju­samt og maður er part­ur af því að gera stóra dag­inn fal­leg­an,“ seg­ir hún að lok­um.

Fersk blóm eru ómissandi á fallegt borð.
Fersk blóm eru ómiss­andi á fal­legt borð. Ljós­mynd/Á​rni Sæ­berg
mbl.is