Ekki rigningardropi yfir páskana

Páskar | 3. apríl 2023

Ekki rigningardropi yfir páskana

Fólk sem bókaði flug til Tenerife um páskana virðist hafa tekið rétta ákvörðun. Það er spáð rigningu víða yfir páskahátíðina á Íslandi en sólin ætlar hins vegar að skína á sólþyrsta Íslendinga á eyjunni fögru um páskana. 

Ekki rigningardropi yfir páskana

Páskar | 3. apríl 2023

Páskar á Tenerife er góður valkostur.
Páskar á Tenerife er góður valkostur. AFP

Fólk sem bókaði flug til Teneri­fe um pásk­ana virðist hafa tekið rétta ákvörðun. Það er spáð rign­ingu víða yfir páska­hátíðina á Íslandi en sól­in ætl­ar hins veg­ar að skína á sólþyrsta Íslend­inga á eyj­unni fögru um pásk­ana. 

Fólk sem bókaði flug til Teneri­fe um pásk­ana virðist hafa tekið rétta ákvörðun. Það er spáð rign­ingu víða yfir páska­hátíðina á Íslandi en sól­in ætl­ar hins veg­ar að skína á sólþyrsta Íslend­inga á eyj­unni fögru um pásk­ana. 

Þegar veður­spá BBC er skoðuð fyr­ir Teneri­fe má sjá al­veg þurra páska­helgi. Hit­inn er vel yfir 20 gráðum og er alls ekki mælt með því að opna páska­eggið úti þar sem á sunnu­dag­inn fer hit­inn upp í 26 gráður. 

Það er þó margt annað hægt að gera á sól­ríku eyj­unni um pásk­ana en að háma í sig páska­egg. Útivist­ar­kon­an Vala Hún­boga­dótt­ir greindi frá því í viðtali við ferðavef mbl.is í síðustu viku að eyj­an væri full af fal­leg­um göngu­leiðum. Áður en hún fór fyrst til Teneri­fe var hún með for­dóma. 

„Teneri­fe hef­ur ít­rekað verið valið besta svæði Evr­ópu til að fara í göngu­ferðir á vet­urna, þó að land­fræðilega séð sé eyj­an vissu­lega ekki í Evr­ópu. Hægt er að velja á milli 173 göngu­leiða og 43 vernd­ar­svæði til að skoða,“ sagði Vala. 

Sólin lætur sjá sig um páskana á Tenerife.
Sól­in læt­ur sjá sig um pásk­ana á Teneri­fe. AFP
mbl.is