Kaldasti vetur aldarinnar

Frost á Fróni | 3. apríl 2023

Kaldasti vetur aldarinnar

Liðinn vetur, þ.e. mánuðirnir desember til mars, var sá kaldasti sem herjað hefur á Reykjavík það sem af er þessari öld.

Kaldasti vetur aldarinnar

Frost á Fróni | 3. apríl 2023

Snjómokstur í Breiðholti í vetur.
Snjómokstur í Breiðholti í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Liðinn vet­ur, þ.e. mánuðirn­ir des­em­ber til mars, var sá kald­asti sem herjað hef­ur á Reykja­vík það sem af er þess­ari öld.

Liðinn vet­ur, þ.e. mánuðirn­ir des­em­ber til mars, var sá kald­asti sem herjað hef­ur á Reykja­vík það sem af er þess­ari öld.

Frá þessu er greint á veður­vefn­um Bliku, þar sem seg­ir að meðal­hiti þess­ara fjög­urra mánaða reikn­ist -1,4 gráður.

Kald­asti mánuður­inn var des­em­ber, þar sem meðal­hita­stigið var -3,9 gráður. Þá fylgdi janú­ar með -1,8 gráður. Í fe­brú­ar hlýnaði og var meðal­hit­inn 2,1 gráða, áður en aft­ur kólnaði svo að meðal­hita­stigið í mars var -1,6 gráður.

Svona var um að litast í höfuðborginni fyrr í vetur.
Svona var um að lit­ast í höfuðborg­inni fyrr í vet­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kald­ara 1994-1995

Kald­ara var í Reykja­vík vet­ur­inn 1994-95.

„Þá var meðal­hiti und­ir frost­marki alla vetr­ar­mánuðina og reynd­ar líka snjóþung­ur vet­ur um mik­inn hluta lands­ins,“ skrif­ar Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur, sem held­ur Bliku úti.

Bend­ir hann á að nýliðinn mars hafi verið óvenju þurr á alla mæli­kv­arða, eða langt und­ir tíu milli­metr­um sam­tals í höfuðborg­inni.

„Til að finna ein­hvern almanaksmánuð með svo lít­illi úr­komu þarf að fara aft­ur til 1971. Þá í júní. En af mars­mánuðum var þurr­ara í Reykja­vík í mars 1962 fyr­ir rúm­lega 60 árum, með aðeins 2,3 mm,“ skrif­ar Ein­ar.

Tíðin sker sig úr

„Tíðin í vet­ur sker sig mikið úr, einkum í sam­an­b­urði við aðra vet­ur eft­ir að tók að hlýna hér á landi skömmu fyr­ir alda­mót­in. Bæði fyr­ir langa sam­fellda kuldakafla og ekki síður óvenju ein­dreg­in skil. Það hef­ur skipt um veður­lag svo að segja á ein­um til­tekn­um degi, nú síðast 30. mars.“

Seg­ir Ein­ar að fyr­ir utan um tíu daga um miðjan fe­brú­ar, með „eðli­leg­um“ hita­sveifl­um um frost­markið, megi telja að tíðin hafi verið „úti á kant­in­um í marg­vís­legu til­liti“ í vet­ur.

„Og þau ein­kenni hóf­ust reynd­ar fyrr eða með af­brigðileg­um hlý­ind­um í nóv­em­ber.“

mbl.is