„Síminn er því miður nánast gróinn fastur við höndina á mér“

Páskar | 7. apríl 2023

„Síminn er því miður nánast gróinn fastur við höndina á mér“

Páskarnir snúast um að slaka á og njóta hjá Laufeyju Haraldsdóttur leikkonu og spurningahöfundi í Gettu betur. Um páskana finnst henni ómissandi að borða páskaegg úr mjólkursúkkulaði og málsháttur með góðum boðskap klikkar heldur ekki. 

„Síminn er því miður nánast gróinn fastur við höndina á mér“

Páskar | 7. apríl 2023

Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Pásk­arn­ir snú­ast um að slaka á og njóta hjá Lauf­eyju Har­alds­dótt­ur leik­konu og spurn­inga­höf­undi í Gettu bet­ur. Um pásk­ana finnst henni ómiss­andi að borða páska­egg úr mjólk­ursúkkulaði og máls­hátt­ur með góðum boðskap klikk­ar held­ur ekki. 

Pásk­arn­ir snú­ast um að slaka á og njóta hjá Lauf­eyju Har­alds­dótt­ur leik­konu og spurn­inga­höf­undi í Gettu bet­ur. Um pásk­ana finnst henni ómiss­andi að borða páska­egg úr mjólk­ursúkkulaði og máls­hátt­ur með góðum boðskap klikk­ar held­ur ekki. 

Hvað ætl­ar þú að gera um pásk­ana?

„Ekk­ert sér­stakt planað, lík­lega borða góðan mat með góðu fólki.“

Hvað borðar þú í morg­un­mat?

„Venju­lega fæ ég mér bara það sem mig lang­ar í, til dæm­is Cheer­i­os, ristað brauð eða smoot­hie. Um pásk­ana fæ ég mér oft­ast líka bita af páska­eggi í morg­un­mat.“ 

Hvaða borg er í upp­á­haldi hjá þér?

„London er í miklu upp­á­haldi því ég bjó þar í mörg ár og á góða vini þar. Þar er líka lest­ar­kerfi, sem ger­ir all­ar borg­ir betri.“

Ljós­mynd/​Unslp­ash.com/​Bruno Mart­ins

Ef þú gæt­ir farið hvert sem er um pásk­ana hvert væri ferðinni heitið?

„Til Nýja-Sjá­lands.“

Ljós­mynd/​Unslp­ash.com/​Rod Long

Hvað ger­ir þú til að halda þér í formi?

„Jóga og göngu­ferðir. Svo kíki ég stund­um í rækt­ina eða sund ef ég nenni.“

Áttu upp­á­halds­flík?

„66 Norður-flí­speys­an er í miklu upp­á­haldi því ég er svo mik­il kulda­skræfa.“

Hvaða þætti ertu að horfa á?

„Daisy Jo­nes & the Six.“

Daisy Jones & the Six er ný þáttaröð.
Daisy Jo­nes & the Six er ný þáttaröð. Guðrún Selma Sig­ur­jóns­dótt­ir

Hvaða bók er á nátt­borðinu þínu?

„Les­sons in Chem­is­try eft­ir Bonnie Garm­us.“

Lessons in Chemistry er á náttborðinu.
Les­sons in Chem­is­try er á nátt­borðinu.

Hvaða hlut­ur er ómiss­andi í þínu lífi?

„Sím­inn er því miður nán­ast gró­inn fast­ur við hönd­ina á mér.“

Göngu­skíði eða svigskíði?

„Svigskíði. Ég hef farið á skíði um páska ein­hvern tím­ann, í Hlíðarfjalli ef ég man rétt.“

Páska­egg úr mjólk­ursúkkulaði eða dökku súkkulaði?

„Mjólk­ursúkkulaði, auðvitað!“ 

Áttu upp­á­halds­máls­hátt?

„Það eru svo marg­ir klass­ísk­ir! Eng­inn verður óbar­inn bisk­up er alltaf skemmti­lega skrít­inn. Blind­ur er bók­laus maður er líka með góðan boðskap, mik­il­vægt að lesa til að skilja heim­inn bet­ur.“

Það er alltaf rétti tíminn til að borða páskaegg.
Það er alltaf rétti tím­inn til að borða páska­egg. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is