Fljúga til Tenerife frá Akureyri í sumar

Spánn | 12. apríl 2023

Fljúga til Tenerife frá Akureyri í sumar

Í sumar mun ferðaskrifstofan Heimsferðir bjóða upp á tvær ferðir til Tenerife á Spáni frá Akureyri. Það er ekki útilokað að ferðirnar verði fleiri ef vel gengur. Það var akureyri.net sem greindi fyrst frá.

Fljúga til Tenerife frá Akureyri í sumar

Spánn | 12. apríl 2023

Heimsferðir munu fljúga til Tenerife frá Akureyri í sumar.
Heimsferðir munu fljúga til Tenerife frá Akureyri í sumar. AFP

Í sum­ar mun ferðaskrif­stof­an Heims­ferðir bjóða upp á tvær ferðir til Teneri­fe á Spáni frá Ak­ur­eyri. Það er ekki úti­lokað að ferðirn­ar verði fleiri ef vel geng­ur. Það var ak­ur­eyri.net sem greindi fyrst frá.

Í sum­ar mun ferðaskrif­stof­an Heims­ferðir bjóða upp á tvær ferðir til Teneri­fe á Spáni frá Ak­ur­eyri. Það er ekki úti­lokað að ferðirn­ar verði fleiri ef vel geng­ur. Það var ak­ur­eyri.net sem greindi fyrst frá.

Í byrj­un apríl var greint frá því á mbl.is að ak­ur­eyrska flug­fé­lagið Nicea­ir hefði af­lýst öll­um flug­ferðum sín­um og gert hlé á allri starf­semi sinni. Spurður hvort það hafi haft eitt­hvað með þessa ákvörðun að gera svar­ar Trausti Haf­steins­son sölu­stjóri Heims­ferða því neit­andi að því er fram kem­ur á vef Ak­ur­eyr­ar.

Fyrsta flugið til Teneri­fe yfir sum­ar­tím­ann

Heims­ferðir hafa áður boðið upp á beint flug til Teneri­fe frá Ak­ur­eyri, en það er þó nýtt af nál­inni að slík­ar ferðir séu í boði yfir sum­ar­tím­ann. Trausti seg­ir því að ekki sé hægt að líta svo á að fyr­ir­tækið sé að taka við af Nicea­ir.

Fyrri flug­ferðin til Teneri­fe frá Ak­ur­eyri verður far­in 20. júní næst­kom­andi, en heim­koma verður 29. júní. Þá verður seinni ferðin far­in 10. júlí og heim­koma 20. júlí. Trausti seg­ist þegar hafa fundið fyr­ir góðum viðbrögðum við ferðunum í sum­ar, en alls eru 189 sæti í boði í hvorri ferð.

mbl.is