Valgeir með skothelt eftirlaunaplan fyrir hænurnar

Á besta aldri | 17. apríl 2023

Valgeir með skothelt eftirlaunaplan fyrir hænurnar

Valgeir Magnússon einn eigenda og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey er annt um hænurnar sínar. Hann vill að þær eigi farsælt ævikvöld og sé ekki slátrað um leið og þær þær hætti að verpa 3-4 eggjum á viku. 

Valgeir með skothelt eftirlaunaplan fyrir hænurnar

Á besta aldri | 17. apríl 2023

Valgeir Magnússon eigandi og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey býður fólki …
Valgeir Magnússon eigandi og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey býður fólki landnámshænur í garðinn þegar þær fara á eftirlaun. Ljósmynd/Samsett

Val­geir Magnús­son einn eig­enda og markaðsstjóri Land­námseggja í Hrís­ey er annt um hæn­urn­ar sín­ar. Hann vill að þær eigi far­sælt ævikvöld og sé ekki slátrað um leið og þær þær hætti að verpa 3-4 eggj­um á viku. 

Val­geir Magnús­son einn eig­enda og markaðsstjóri Land­námseggja í Hrís­ey er annt um hæn­urn­ar sín­ar. Hann vill að þær eigi far­sælt ævikvöld og sé ekki slátrað um leið og þær þær hætti að verpa 3-4 eggj­um á viku. 

„Við fylgj­umst með hæn­un­um og sjá­um hvort þær henti áfram í eggja­f­ram­leiðslu eða ekki. Sum­ar byrja að minnka varpið um 3ja ára ald­ur en aðrar eru enn í fínu varpi 5 ára gaml­ar. Þá eru hæn­urn­ar orðnar mjög fal­leg­ar og henta vel í heimag­arða. Einnig eru flest­ar þeirra mjög gæf­ar. Við höf­um því buið til ef­ir­launapl­an fyr­ir þær hjá okk­ur. Þær fá því að fara í heimag­arða, sjálf­um sér og fólki til ánægju það sem eft­ir er æf­inn­ar. Varpið er aðeins minna en fyrr en nóg fyr­ir heima­hús,“ seg­ir Val­geir. 

Land­náms­hæn­ur verða 10-12 ára gaml­ar og seg­ir Val­geir að þær séu gæf­ar og teng­ist fólki vel. Land­námsehæna í góðu varpi verp­ir 3 - 4 eggj­um á viku en eft­ir­launa­hæn­urn­ar eru komn­ar niður í um það bil 2 egg á viku að meðaltali.

„Það var sér­stak­lega gam­an að fara með fyrstu hæn­urn­ar á eft­ir­launastaðina sína. Þær fyrstu fóru í Hafn­ar­vík þar sem er sum­ar­dval­astaður í Hrís­ey fyr­ir fatlaða. Þær næstu fóru að Kálf­skinni sem er bær í Eyjaf­irði. Hæn­urn­ar aðlöguðust hratt og gam­an er að sjá hvað fólkið tek­ur vel á móti hæn­un­um og hugs­ar vel um þær,“ seg­ir hann. Í júní kom­ast fleiri hæn­ur á eft­ir­launa­ald­ur og seg­ir Val­geir að fólki sé vel­komið að hafa sam­band ef það vill taka þátt í verk­efn­inu. 

mbl.is